Fréttasafn

KEA styrkir afreksmann í motocrossi

KEA styrkir afreksmann í motocrossi

Í fyrra styrkti KEA KKA og gerir ekki endasleppt í ár því hugsað var til okkar ungu keppnismanna.   Á dögunum afhenti KEA styrki til ungra afreksmanna og þar var Einar Sigurðsson með á lista fyrir frábæran árangur í motocrossi en eins og kunnugt er sigraði Einar og sigraði í allt sumar,  og endaði með því að sigra allt og alla í motocrossi flokki 85cc.   Vann allar keppnir og fékk fullt hús stiga, sem er ótrúlegur árangur.   Ekki nóg með það heldur var Einar í 3. sæti til íslandsmeistara í enduro.    Ótrúlega góður árangur.   Til hamingju Einar.

Lesa meira

Aðalfundur KKA Fundargerð

Fundargerð aðalfundar KKA 2011

Aðalfundi KKA var að ljúka.   Fundurinn var fjörugur og skemmtilegur.   Sigurður Bjarnason stóð undir væntingum um veitingar og fóru allir fundarmenn mettir af fundinum þó sumir hafi ekki kunnað sig og mætt verulega svangir til fundar.     Fundargerð af því helsta sem var fjallað um er hér.      Litlar breytingar urðu á stjórn og nefndum,   Gunnar Hákonarson er þó fjarri góðu gamni þar sem hann fluttist á flatlendið til náms en verður þar ekki lengur en hann þarf svo við fáum hann aftur innan tíðar.     Ákveðið var að styrkja alla um kr. 5.000 fyrir hvert íslandsmót sem þeir taka þátt í utan Eyjafjarðarsvæðis.     Þar ætti í það minnsta að fást töluvert upp í bensín ef menn fara saman í bíl.     KKA mun halda gamlingjanámskeið næsta vor og reyna að fá heldri menn til að draga hjólin fram úr skúrnum og koma á endurosvæðið til aksturs næsta sumar.    Akstursdagar verða næsta sumar: 

 

MX/Enduro

mánudaga  kl. 18:00

miðvikudaga kl. 18:00

föstudaga kl. 18:00

laugardaga kl. 13:00

 

Barnabraut:

þriðjudaga 17-19

fimmtudaga 17-19

Lesa meira

Aðalfundur KKA sunnudaginn 27. nóv. n.k. kl. 10:00

Aðalfundur KKA verður haldinn í húsakynnum ÍBA við Glerárgötu SUNNUDAGINN 27. NOV. kl. 10:00.     Síðari aðalfundur verður svo haldinn eftir áramótin,  peningafundurinn,  sbr. lög KKA.    Fundarstörf verða megnsýrð af venjulegum aðalfundarstörfum lögum samkvæmt.     Auk þess verður fjallað um önnur málefni,  eins og t.d. Aðalþing MSÍ,  skilti á svæðið,  starfsamaður næsta sumar,  útbreiðsla,  kynningarmál,  umhverfismál,  og svo vitanlega svæði félagsins í Torfdal og Glerárhólum,   barnastarf næsta sumar,  cross-æfingar á og af hjólum,  æfingatímar o.fl. sem menn vilja bera upp.
Lesa meira
lyfjaát=hættur

Upplýsingar frá ISI

Með lyfjaáti tekurðu áhættu:
1. þú veist ekki nákvæmlega hvað þú ert að borða.
2. þú veist ekki hvar framleiðslan fer fram,  í bílskúr í Varsjá eða skítugu geymslugólfi í París
3. þú veist ekki hvað er í töflunum,  þú veist ekki hvar þær hafa verið,  þú veist ekki hverjir hafa kraflað á þeim
4. þú myndir ekki fá þér sælgæti/nammi sem hefði velkst um milli skítugra putta,   Þú myndir ekki þyggja gúmmíbjörn úr plastpoka frá ókunnugum mönnum,   hvers vegna þá lyf sem eiga að hafa áhrif á líkamsstarfssemi þína.

    Bæklingurinn er mjög góður og vert að skoða hann hér.   Bæklingur ÍSI um hættuna af lyfjanotkun

Lesa meira
Karl tekur við af Juhani Halme frá Finnlandi

Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráðinu

MSÍ hefur tekið við formennsku í norðurlandaráðinu NMC (Nordic Motorsport Council) fyrir næsta ár.
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð,NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni fyrir hönd MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.
NMC var stofnað árið 2006 eftir áratuga samstarf á milli norðurlandanna í hagsmunamálum fyrir mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir.
Lesa meira

Landsliðsvalið

Val valnefndar á landsliðinu er á rökum byggt,  engin óheilindi eða annarleg sjónarmið eru þar að baki.     Stjórn KKA telur hins vegar með vísan í reglur um valið að ekki megi byggja á öðru en árangri í Íslandsmótaröðinni þegar landsliðið er valið en ekki rökum sem valnefndin byggði á.    Aðilar skilja og túlka reglurnar með mismunandi hætti.    Málefnið er ekki flóknara eða víðtækara en það. 

KKA kaus að birta yfirlýsingu sína opinberlega vegna þess að þetta á erindi til allra félagsmanna.    Opin umræða og skoðanaskipti eru af hinu góða en menn verða að vanda sig við hana.    Stjórn KKA fannst valið gagnrýnivert en var ekki með því að vega að einum eða neinum persónulega.     Mennirnir sem tengjast þessu eru allir sómamenn og vitanlega ekkert við þá að athuga.   Það er augljóst að Viktor er einn af okkar bestu ökumönnum og er góður landsliðsmaður.   Liðsstjórinn er vel menntaður þjálfari,  með mikla reynslu,  góðan árangur,  framtakssamur og duglegur.   Valnefndarmennirnir eru valinkunnir menn, sem hafa árum saman fórnað tíma sínum og efnum fyrir íþróttina.    Hins vegar geta allir gert mistök,  nema auðvitað Guð og sá sem aldrei gerir neitt.   Það rýrir ekki mannkosti manna eða gildi þó það hendi þá að gera mistök eða túlka reglur öðruvísi en stjórn KKA telur að eigi að túlka þær.    Æskilegt er að umræðan sé málefnaleg.     
KKA óskar vitanlega landsliðinu alls hins besta.

Lesa meira

KKA Svæðið

þetta sagði Oliver Biron um aðstöðu KKA:

Arriving at the track, we were surprised by the quality of facilities. Parking fully peated and freshly mowed. Plowed a track on which any workers were busy expanding the hay in order to retain moisture. All around the track, the grass neatly trimmed and red banners. Along the track between the starting line and finish the jump, a building containing toilets, running water, snacks, before whom there were picnic tables on a large concrete slab clean. Jealous enough to make some tracks Nationals here!  

Lesa meira
Yfirlýsing KKA vegna vals í liðið fyrir MX des Nations

Yfirlýsing KKA vegna vals í liðið fyrir MX des Nations

Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.

Yfirlýsingin  er hér

Lesa meira

EKKI hjóla á BA svæðinu

BA sagði þetta,  ath.  þetta vel:

Við vorum í allan dag með ýtu að græja nýja áhorfendabrekku sem á að sá í við brautina og svo í kvöld gómaði ég fjögur hjól sem voru saman að leika sér akkúrat að stökkva í þessum stöllum og búnir að spóla allt verkið út. Brautin sjálf eyðileggst líka ef endúro hringurinn á svæðinu okkar er keyrður þar sem hún liggur í gegnum bremsukaflan og útafkeyrslu af sandspyrnubrautinni sem var lagaður mikið til í dag.

Lesa meira
Opnunartími á Brautinni!

Opnunartími á Brautinni!

Brautin verður LOKUÐ fyrir hádegi á Þriðjudag, Miðvikudag og Fimmtudag, en verður svo opnuð kl 13:00 þessa daga! Brautinni verður svo lokað fyrir keppni á Fimmtudagskvöldinu! 

Og munið að það þarf að borga

Dagspassa eða Árskort til að fá að hjóla í brautunum.

Vinsamlegast virðið það eða verið heima :).  


 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548