Flýtilyklar
Fréttasafn
Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráðinu
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð,NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni fyrir hönd MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.
NMC var stofnað árið 2006 eftir áratuga samstarf á milli norðurlandanna í hagsmunamálum fyrir mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir.
Landsliðsvalið
Val valnefndar á landsliðinu er á rökum byggt, engin óheilindi eða annarleg sjónarmið eru þar að baki. Stjórn KKA telur hins vegar með vísan í reglur um valið að ekki megi byggja á öðru en árangri í Íslandsmótaröðinni þegar landsliðið er valið en ekki rökum sem valnefndin byggði á. Aðilar skilja og túlka reglurnar með mismunandi hætti. Málefnið er ekki flóknara eða víðtækara en það.
KKA kaus að birta yfirlýsingu sína opinberlega vegna þess að þetta á erindi til allra félagsmanna. Opin umræða og
skoðanaskipti eru af hinu góða en menn verða að vanda sig við hana. Stjórn KKA fannst valið gagnrýnivert en var ekki með
því að vega að einum eða neinum persónulega. Mennirnir sem tengjast þessu eru allir sómamenn og vitanlega ekkert við
þá að athuga. Það er augljóst að Viktor er einn af okkar bestu ökumönnum og er góður landsliðsmaður.
Liðsstjórinn er vel menntaður þjálfari, með mikla reynslu, góðan árangur, framtakssamur og duglegur.
Valnefndarmennirnir eru valinkunnir menn, sem hafa árum saman fórnað tíma sínum og efnum fyrir íþróttina. Hins vegar geta allir
gert mistök, nema auðvitað Guð og sá sem aldrei gerir neitt. Það rýrir ekki mannkosti manna eða gildi þó það
hendi þá að gera mistök eða túlka reglur öðruvísi en stjórn KKA telur að eigi að túlka þær.
Æskilegt er að umræðan sé málefnaleg.
KKA óskar vitanlega landsliðinu alls hins besta.
KKA Svæðið
þetta sagði Oliver Biron um aðstöðu KKA:
Arriving at the track, we were surprised by the quality of facilities. Parking fully peated and freshly mowed. Plowed a track on which any workers were busy expanding the hay in order to retain moisture. All around the track, the grass neatly trimmed and red banners. Along the track between the starting line and finish the jump, a building containing toilets, running water, snacks, before whom there were picnic tables on a large concrete slab clean. Jealous enough to make some tracks Nationals here!
Yfirlýsing KKA vegna vals í liðið fyrir MX des Nations
Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.
Yfirlýsingin er hér
EKKI hjóla á BA svæðinu
BA sagði þetta, ath. þetta vel:
Við vorum í allan dag með ýtu að græja nýja áhorfendabrekku sem á að sá í við brautina og svo í kvöld gómaði ég fjögur hjól sem voru saman að leika sér akkúrat að stökkva í þessum stöllum og búnir að spóla allt verkið út. Brautin sjálf eyðileggst líka ef endúro hringurinn á svæðinu okkar er keyrður þar sem hún liggur í gegnum bremsukaflan og útafkeyrslu af sandspyrnubrautinni sem var lagaður mikið til í dag.
Opnunartími á Brautinni!
Brautin verður LOKUÐ fyrir hádegi á Þriðjudag, Miðvikudag og Fimmtudag, en verður svo opnuð kl 13:00 þessa daga! Brautinni
verður svo lokað fyrir keppni á Fimmtudagskvöldinu!
Og munið að það þarf að borga
Dagspassa eða Árskort til að fá að hjóla í brautunum.
Vinsamlegast virðið það eða verið heima :).
Motocross hittingur
Nú er búið að ákveða að þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld verða Motocross hittingskvöld það sem eftir lifir sumars, það er skemmtilegra að vera nokkrir saman að hjóla og hafa gaman, reynum að vera virk og mætum kl: 20: 00 þessi kvöld og svo farið þið grenjandi heim eftir að ég grilla ykkur öll, ef þið viljið fara í Enduro þá notum við sömu kvöld í það líka, við eigum frábærar brautir og við ættum að fara nýta þær betur.
Og munið að það þarf að borga
Dagspassa eða Árskort til að fá að hjóla í brautunum.
Vinsamlegast virðið það eða verið heima :).
F.h KKA Stebbi
KKA Enduro hittingur fimmtudagskveldið 14 júlí.
Nú er komið að hápunkti sumarsins 2011, KKA enduro skemmtun fyrir alla KKA menn og konur og börn.
Mæting á svæðið fyrir kl: 19:30 og hefst þá skráning og skoðun.
Kl 20:15 verður ræst í glænýja endurobraut sem hinn hrikalegi Fjalar Fjallaböllur hefur lagt,
Allir klúbbmeðlimir velkomnir og kostar ekkert að vera með fyrir þá en ef það eru aðrir sem vilja vera með þá geta þeir skráð sig í klúbbinn á staðnum og greitt 5000 kr í félagsgjald og allt klárt.
Ég vill taka það skýrt fram að þetta er fyrir alla og enginn þarf að vera feiminn við að mæta og vera með því þetta er til gamans gert og til kynningar á þessu frábæra endurosvæði sem við höfum til afnota.
Eftir aksturinn verða svo grillaðar pylsur fyrir alla og drykkir í boði.
Mætið hress á Fjallabúgý eins og hann vill kalla þetta hann Fjalli.
f.h KKA Stebbigull
BA svæðið framkvæmdir
Íslandsmeistaramót í Enduró laugardaginn 18 júní
Íslandsmeistaramót í Enduró umferð 3 og 4 verður á svæði KKA á laugardaginn 18 júní,
fyrri umferð hefst kl: 11:10 og verður ekið í 90 mínútur og seinni umferð verður ræst um 14:00 og verður aftur ekið í 90 mín.
Allir bestu ökumenn landsins mæta og taka þátt, flatlendingar ásamt misgóðum fjallaböllum sem þurfa ÞINN stuðning á heimavelli,
Frítt verður inn, FRÍTT INN, FRÍTT INN ,FRÍTT INN og allir hvattir til að mæta og fylgjast með eða hjálpa til við mótið,
ef þið viljið hjálpa til þá er mæting starfsmanna kl:09 og endilega mætið með hjólin með ef þíð eigið svoleiðis jafnvel rugguhesta( fjórhjól)
Formaður mótanefndar og keppnisstjóri Stebbi(gull)
Brautarstjóri Gunni H (Drulli)
Öryggisfulltrúi MSÍ Gummi Hannesar (Hanni Gummesar)