Fréttasafn

Frítt á Motocross námskeiđ ,fimmtudag 16 júní.

Fimmtudaginn 16 júní verður frítt motocross námskeið hjá Össa Nitró fyrir börn og unglinga, námskeiðinu verður skipt í tvo flokka og er fyrri flokkurinn

kl: 16:00-19:00 og er það fyrir lítil hjól og börn 

kl: 19:00 til 21:00 er það unglingafokkur

 

Eins og áður sagði er námskeiðið frítt og eru allir púkar og unglingar hvattir til að mæta og læra heil ósköp af Össa því hann er hafsjór af upplýsingum þegar kemur að Motocrossi, 

Stjórnin.

Lesa meira

MX mót Akureyri

Íslandsmót í MX verður haldið ofan Akureyrar á svæði KKA 30. júlí n.k.
Lesa meira

Enduromót Akureyri

Íslandsmót í enduro haldi ofan Akureyri.    Í Torfdalnum svæði KKA.   Vegna árferðis verður brautin neðar en síðustu tvö árin en á svipuðum stað og þar á undan.    Brautin verður í cros country stíl eins og MSÍ hefur boðað,  sem sé frekar greiðfær.

Lesa meira
Íslandsmót á Sauđárkróki 4. júní 2011

Íslandsmót á Sauđárkróki 4. júní 2011

Frá VS:

Gott að vita af, fyrir og eftir keppni.
Skráningu lýkur 31. maí 2011 inná www. msisport.is
Hjólin verða að vera skráð og tryggð
Brautinni verður lokað frá og með sunnudeginum 29. maí og fram að keppni.
Gistimöguleikar í nágrenninu má athuga inná:
http://www.visitskagafjordur.is/category.mvc/display/3047
Listi yfir veitingastaði, söluskála og kaffihús má sjá inná:
http://www.visitskagafjordur.is/category.mvc/display/3050
Á Sauðárkróki er :
Orkuskálinn Bláfell opinn á laugard. frá : 09-23 og á sunnud. frá 10-23. Rósa getur opnað fyrr ef beðið er um það.
Söluskáli N1 opinn á laug. frá 08 - 23:30 og á sun. frá 09-23:30
Veitingahúsið Ólafshús opið frá kl. 11-23
Bakarí Sauðárkróks opið á laug. frá kl. 8 – 16 og á  sun. frá kl. 9-16
Veitingastaðurinn Hard Wok café. sími: 453-5355
Keppendur geta nýtt sér íþróttahús Sauðárkróks til að þrífa sig og snyrta eftir keppni.
Opnunartími Sundlauga í Skagafirði má sjá inná:
http://www.visitskagafjordur.is/yellowpage.mvc/display/3064
Opnunartími sundlaugarinnar á Blönduósi er frá 10-20 á laugardögum í sumar. Nánari upplýsingar um þá laug er í síma: 453-4178
Skemmtun á laugardagskvöldinu 4. júní
Sjómannaball – öllum opið
Ball með Geirmundi og hans Skagfirsku sveiflu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um mótið eða eitthvað annað sem því viðkemur þá er hægt að senda e-mail á helgaey@simnet.is
    Sjáumst hress kv. Félagar VS

Lesa meira

VINNUKVÖLD!

Brautin er orðin geðveik í alla staði! nú er bara ná saman mannskap í kvöld 11. maí og týna úr henni mesta grjótið og taka svo flott hjóla kvöld! koma svo því fleiri sem mæta því léttara verður þetta. 
Lesa meira

Undirbúningur á MX svćđinu

Undirbúningur er löngu hafinn á MX svæðinu.    Brautin ýtt til að flýta fyrir að snjór hverfi,  drenlagnir hafa skemmst á milli tjarna,  og ýmislegt fleira.    Svæðisnefndin hefur haldið nokkra fundi og stjórnarfundur var haldinn í vikunni.
Lesa meira
Beđiđ eftir nćstu keppni í endastökkspollinum.

Fundur í svćđisnefnd 11. apríl n.k. kl. 20:00

Fundur er í svæðisnefnd mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 í húsi KKA á KKA svæðinu.
Lesa meira

Dagskrá á Mývatni breitt

Allir að athuga að á Mývatni um helgina er búið að slá Snocrossið af en í staðinn ætla menn að vera með Snjóspyrnu á Skútustöðum kl 15 hundruð mæting keppenda kl 14.30 skráning á staðnum.

kv AMS

Lesa meira

Mývatn 2011

Þeir sem ætla að skrá sig til leiks í þeim ýmsu greinum sem boðið er uppá á Mývatni um næstu helgi er bent á að kynna sér allt um málið í viðhenginu hér

Lesa meira
Fundur ÍBA, ÍRA og forvarnarfulltr. međ ađildarfélögum

Fundur ÍBA, ÍRA og forvarnarfulltr. međ ađildarfélögum

ÍBA,  Íþróttaráð Ak. og forvarnarfulltrúi halda fundi með öllum aðildarfélögum ÍBA.    Tilefni fundanna er að treysta tengslin á milli þessar aðila og skiptast á upplýsingum.     KKA átti tíma í gær og var þar f.h. stjórnar félagsins gert grein fyrir rstarfssemi félagsins, iðkendafjölda,  barna og unglingastarfi,  þjálfaramálum,  íþróttamannvirkjum,  félagsaðstöðu,  samskiptum við ÍBA ÍRA og yfirvöld Akbæjar,  framtíðarsýn,  fjármálum,  eignum svo eitthvað sé upptalið.

Fundurinn var mjög góður og eru þessir fundir mjög góðir til að stappa saman fólki í íþróttastarfi.    ÍBA,  ÍRA og íþróttafulltrúi eru mjög góðir bakhjarlar í starfi KKA og hjálpa gríðarlega til í öllu starfi félagsins.

Lesa meira

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Huldugil 10 / 101 - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548