Fréttasafn

Aðalfundur

Aðalfundur verður ekki í felagsheimilinu heldur á skrifstofu IBA í glerargotu gengið inn að austan. 
Lesa meira
Vetraríþróttahátíðin Éljagangur

Vetraríþróttahátíðin Éljagangur

Éljagangi er lokið.    Hátíðin var mjög vel heppnuð í alla staði.    KKA sá um tvo viðburði spyrnu á vélsleðum og íscross á mótorhjólum sem var ein umferð í íslandsmótinu.    Hér mjög góðar myndir sem Einar Guðmann tók á íscrossinu hér

Lesa meira

KTM fótstig

Hámark leiðinda er að setja fótstig á KTM hjól.    Menn hafa bæði misst auga og vitið við að setja þennan fjanda á.   Ég hef heyrt ýmis ráð eins og t.d. að reka skrúfjárn í þetta en það er bara ekki nóg,  sumir geta að vísu gert allt með skrúfujárni en það á ekki við venjulega menn.    EN NÚ ER LAUSN FUNDIN.    Ég rakst á myndband af einhverjum snillingi sem var búinn að leysa þetta og lausnin er að festa árans gorminn með töng wisegrip, nota svo skrúfjárn/eftirreku á móti,  jæja skoðið þetta,  algjör snilld ég er búinn að prófa þetta og þetta virkar.    Hér.

Lesa meira
Aðalfundur KKA 19. febr. nk.  kl. 10:00 f.h.

Aðalfundur KKA 19. febr. nk. kl. 10:00 f.h.

Aðalfundur KKA verður haldinn í félagsheimili KKA þann 19. febrúar n.k. kl. 10:00 árdegis.
Lesa meira
Lagersala hjá K2M á Þriðjudag - Fáránleg verð - Allt að 80% afsláttur

Lagersala hjá K2M á Þriðjudag - Fáránleg verð - Allt að 80% afsláttur

Fréttaritari KKA hafði veður af flutningum verslunar K2M í nýtt húsnæði. Reyndist fótur fyrir sögusögnum og hefur fengist staðfest að þriðjudaginn 25. janúar kl. 12:00 verði opnað fyrir fáheyrða lagersölu í gamla húsnæðinu að Gleráreyrum og allt að 80% afsláttur á mörgum vöruflokkum. Nú er um að gera að kíkja við hjá þeim og vita hvort ekki leynist eitthvað sem menn vanhagar um gegn góðu gjaldi. Fyrstir koma fyrstir fá.
Lesa meira
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður KKA 2010

Bjarki Sigurðsson íþróttamaður KKA 2010

Í gær var íþróttamaður Akureyrar 2010 útnefndur og að þessu sinni var það Bryndís Hansen,  sundkona áreiðanlega náskyld og með sömu úrvalsgenin og okkar Hansen menn Jói SS og Stefán GD á fleiri Hansenar sem við lumum á í Hansenvæng félagsins.   

Bjarki Sig var þarna vitanlega og tók við viðurkenningu fyrir sína framistöðu sem var frábær alveg þar til að beinin fóru að gefa sig í öðrum vængnum.  Til hamingju Bjarki þú ert bestur (með Einari).

Lesa meira
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA 2010

Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA 2010

KKA útnefndi Bjarka Sigurðsson íþróttamann ársins 2010.    Þetta er í 3. sinn sem Bjarki hlýtur þennan titil.

KKA óskar Bjarka til hamingju með titilinn og þakkar honum samstarfið á árinu sem er að líða og megi honum farnast vel og brotalaust á árinu sem er að hefjast.

Bjarki Sigurðsson er fæddur 23. nóv. 1992 og var því 18 ára á síðasta ári.   Bjarki er til fyrirmyndar bæði innan og utan íþróttasvæða,   í leik og starfi sem og keppni.

Á síðasta ári hóf Bjarki keppni í MX2 flokki en hann hafði keppt í 125cc flokki 2008 og 2009.     Hann náði frábærum árangri í sinni fyrstu keppni og hafnaði í 2. sæti en hann viðbeinsbrotnaði svo hann var úr leik það sem eftir var keppnisárinu.   

Ferill Bjarka er svona síðustu ár:
2006: Þetta var hans fyrsta keppnisár,  þá 14 ára,  og keppti hann í 85cc flokki.    Hann hafnaði í 4.sæti eftir tímabilið.

2007:  Næsta ár keppti hann líka í 85cc flokki og þá endaði Bjarki í 2.sæti eftir tímabilið.     Bjarki keppti með landsliðinu fyrir hönd Íslands í motocrossi í Svíþjóð.
Þetta ár hóf hann keppni í Snocross, og endaði þar í 2. sæti í unglingaflokki.
 
2008: Bjarki hóf keppni í 125cc flokki og endaði í 4. sæti eftir tímabilið.     Þetta árið keppti hann í fyrsta skipti í Enduro og var í B-flokki.    Þar endaði hann í 2.sæti og var valinn nýliði ársins í enduro.     Hann varð Íslandsmeistari í Snocrossi í unglingaflokki, og var þá valinn í fyrsta skiptið Íþróttamaður ársins hjá KKA.

2009:   Þetta keppnistímabil var með afbrigðum glæsilegt.    Bjarki keppti í 125cc flokki í annað sinn og varð Íslandsmeistari í þeim flokki, ásamt því að verða Íslandsmeistari í Enduro-tvímenning.    Hann keppti líka í Snocrossi og varð Íslandsmeistari í Sport flokki.      Bjarki fór með landsliði Íslands til Svíþjóðar og tók þar þátt í heimsmeistaramóti í Snocrossi.    Hann var þar einungis tveimur sætum frá því að komast í úrslit.    Hann var valinn íþróttamaður ársins hjá KKA í 2. skiptið.      Hámarki náði svo tímabilið þegar hann var útnefndur akstursíþróttamaður ársins hjá landssamtökunum MSÍ.

Lesa meira
Samherji hf styrkir KKA

Samherji hf styrkir KKA

Samherji hf. styrkti starfssemi KKA um kr. 500.000.     KKA þakkar Samherja hf. kærlega fyrir rausnarlegan stuðning.    Samherji styrkti ýmiskonar starfssemi um 75.000.000 kr. og hefur því veitt styrki fyrir kr. 185.000.000 á síðustu 3 árum.    Þetta er ótrúlega rausnarlegt af félaginu og þakklæti mikið í garð þessa frábæra fyrirtækis sem við erum svo heppin að njóta samvista við.    Kærar þakkir frá KKA. 
Lesa meira

Frá MSÍ vörugjöld af motocrosshjólum

 Stjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til  stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum.
 Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður  MSÍ  og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa  fjármálaráðuneytis  og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
 Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum  yrðu  feld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram  skrifleg  rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlönunum og  farið  yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og  vébanda MSÍ.
 Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið  breytingum  á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi.
 Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum  falli  undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn  til landsins án  gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum,  ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu  að  verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og  sektar.
 Gera má ráð fyrir því að ca. 1.500.000,- hjól lækki í verði um ca.
 350.000,-
 og reikna má við því að ef slíkt hjól væri notað utan viðurkendra  akstursíþróttasvæða  gæti viðkomandi átt á hættu sektargreiðslu allt að 800.000,-  Það verður mikil ábyrgð þeirra sem stunda sportið og nýta sér  vörugjaldslaus  moto-cross keppnishjól að þeir fari eftir þeim lögum og reglugerðum sem  koma til.
 Þessi niðurfelling er ekki hugsuð til að ná til Enduro hjóla sem eru  skráð á hvít númer.
 Um MSÍ:
 MSÍ er 13. stærsta íþróttasamband innan ÍSÍ af 28 samböndum,  véhjólaíþróttir eru  14. stærsta íþróttagrein innan ÍSÍ af 44 íþróttagreinum. Innan MSÍ  starfa rúmlega  20 aksturíþróttafélög um land allt og u.þ.b. 20 samþykkt  aksturíþróttasvæði eru á Íslandi

 Virðingarfyllst.
 f.h. Stjórnar MSÍ
 Karl Gunnlaugsson
 Formaður

Lesa meira

Myndbandið fær gott áhorf

Myndband KKA um hjól og hesta fær mjög gott áhorf nú eru 1127 manns búnir að skoða myndbandið á þeim þremur dögum sem liðnir er síðan það var sett inn.   http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548