Fréttasafn

Fræðslukvöld ÍSÍ - íþróttasálarfræði

Þann 28. okt kl. 17.00-21.00.     Námsskeiðið verður haldið að Glerárgötu 26, Akureyri  neðsta hæð húsnæði ÍBA og ÍSÍ. 
Efnið er íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.    Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara.  Þau henta einnig iðkendum og foreldrum í öllum íþróttum.    Þátttökugjald er kr. 3.000.-  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Nánari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Lesa meira
Akstursíþróttasvæði KKA

Akstursíþróttasvæði KKA

Árið 2005 fékk KKA svæði í Glerárhólum eða Torfdalshólum vont að segja til nákvæmlega hvenær einir enda og hinir taka við en þjálla var að tala um Glerárhóla svo það varð ofaná.   Hins vegar er Endurosvæði félagsins í Torfdal og þar rennur torfdalsáin eða kannski bara lækurinn.   Púkabrautin er norðan við motocrossbrautina.   RC brautin er ofar og félagsheimilið er fyrir miðju.    Svæðið er upplýst.    Búið er að græða upp landið en þegar félagið tók við svæðinu var þetta malargryfja.    Nýlega var lokið við að tyrfa mjög stórt svæði.    Þar mun verða byrjendakennsla fyrir börn og svæði fyrir keppendur o.fl.   fleiri myndir hér
Lesa meira
gras og aftur gras og meira gras

KKA púkkar undir utanbæjarmenn sem og aðra

Brautir KKA svæðis eru góðar en aðdragandinn verður að vera góður líka.    Menn eiga að geta komið með tjaldið sitt og hjólið og hvílst eins og unglömb í haga á mjúkum grasbotni og verið ferskir að hjóla daginn eftir.    Þetta er nú orðið svo.   KKA púkkar undir menn með dúnmjúku grasundirlagi í pitt.    Búið er að þökuleggja allan pittinn,   þetta er orðið svo fínt að menn verða að fara úr skónum og setja á sig inniskó áður en haldið er inn á grænasvæðið,   mottur undir hjólið og pissað í glas.   sjá myndir af framkvæmdum. 

Lesa meira
Nítró sýning og haustsprell.

Nítró sýning og haustsprell.

 

Sýning verður laugardaginn 25.sept í Nítró Akureyri frá kl: 10 til 14:00 Þar verða fjórhjól, Enduro og motocrosshjól sýnd.

Síðan stendur Nítró fyrir haustsprelli á æfinga og keppnissvæði KKA frá kl: 14:00 til 17:00 þar verður prufuakstur á fjórhjólum, endurohjólum og motocrosshjólum. Vonumst til að sjá sem flesta. 

Á dagsskránni er bara að eiga sem flest góðan dag á svæðinu okkar. Hjóla og spjalla saman. Allir velkomnir.

Starfsmenn Nítró Akureyri.

Lesa meira

Æfing í landi Baldvins

Óskað var eftir að vefurinn kæmi því á framfæri að æfing verði í landi Baldvins kl. 20:00 annað kvöld sem sé föstudagskvöldið 6. ágúst 2010.    Þetta er fyrir krakka á aldrinum 4-11 ára.    Gulli og Helgi Már þjálfarar VÍK verða á staðnum til þess að fylgjast með krökkunum og segja þeim aðeins til.   Allar sem mæta fá medalíu að æfingu lokinni.    
Lesa meira

Enduro námskeið

Enduro námskeið á svæði KKA
Lesa meira

Motocross brautin

Athygli skal vakin á því að motocross brautin verður opin fram á miðjan dag á fimmtudag með kanski nokkrum stuttum lokunum ef það þarf að vökva brautina eða vinna eitthvað í kvikindinu, svo vill ég endilega fá sem mest af fólki á laugardagsmorguninn og aðstoða við vinnu á Íslandsmeistara mótinu í motocross sem byrjar um kl:09:00, það hefur verið erfitt að fá fólk að vinna við mótin hjá okkur en nú skal verða breyting á því, endilega kommentið hér á síðuna eða hafið samband við Stebba gull og meldið ykkur, koma svo og sýnið klúbbnum ykkar smá stuðning, Mótanefnd
Lesa meira

Púka Enduróferð

Jæja þá er að koma að hinni árlegu Púka enduróferð á Draflastaði, fyrirhugað er að fara á mánudaginn 09 ágúst og verður hittingur við Leirunesti kl.18:00, þau börn sem vilja fara með en hafa ekki neinn til að keyra sig geta haft samband við Gunna Hákonar sími 8982099 og við munum reyna að sameina í bíla. ef það eru einhverjar spurnigar þá er einnig hægt að hafa samband, það verður ekið um svæðið við Skuggabjargarskóg og svo verða væntanlega einhverjir leikir og gos og grill verður fyrir alla, bara að drífa sig með í skemmtilega ferð og hafa gaman, það eru nokkrir vanir fararstjórar með í för en gott er að hafa sem flesta foreldra með börnum sínum njóta útiverunnar, svo sjáumst við á mánudagskveldið , Foreldraráð......
Lesa meira
4. Umferð motocross á Akureyri.

4. Umferð motocross á Akureyri.

Laugardaginn næstkomandi eða þann 07.08.2010 fer fram 4. umferð íslandsmóts í motocross. Keppnin verður haldin á Akureyri.

Skráning fer fram á www.msisport.is  Tímatökur hefjast kl: 09:25 en fyrstu moto hefjast kl: 11:25 þegar B-flokkur byrjar. Keppnin endar síðan um kl: 16:00 og verðlaunaafhending eftir það. nánar um dagskrá mótsins er inná www.msisport.is

Búast má við skemmtilegri keppni enda veðurspá góð og brautin verður í toppformi.

KKA hvetur hjólara til að vera með í skemmtilegri keppni.

Valið verður í landslið íslands sem fer á MXON í haust. Það má því búast við látum í þessari keppni.

Mótsstjóri: Stefán Golden.  Brautarstjóri: Gunnar H.  Öryggisfulltrúi: Guðmundur Hannesson.

Lesa meira

1. ágúst 2010 Heimboð KKA / K2M

Sunnudaginn 1. ágúst kl. 10 árdegis verður ókeypis kennslutími fyrir þá sem hafa áhuga.  Kennd verða undirstöðutökin í akstri drullumallara
 
 
Kennari verður Þorsteinn Hjaltason.    Frekar óljóst er hve langan tíma það mun taka Þorstein að fara yfir þessi atriði og gera má ráð fyrir að það fari líka nokkuð eftir fjölda þátttakanda.    Allir eru velkomnir.       
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548