Fréttasafn

Undirbúningur á MX svæðinu

Undirbúningur er löngu hafinn á MX svæðinu.    Brautin ýtt til að flýta fyrir að snjór hverfi,  drenlagnir hafa skemmst á milli tjarna,  og ýmislegt fleira.    Svæðisnefndin hefur haldið nokkra fundi og stjórnarfundur var haldinn í vikunni.
Lesa meira
Beðið eftir næstu keppni í endastökkspollinum.

Fundur í svæðisnefnd 11. apríl n.k. kl. 20:00

Fundur er í svæðisnefnd mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 í húsi KKA á KKA svæðinu.
Lesa meira

Dagskrá á Mývatni breitt

Allir að athuga að á Mývatni um helgina er búið að slá Snocrossið af en í staðinn ætla menn að vera með Snjóspyrnu á Skútustöðum kl 15 hundruð mæting keppenda kl 14.30 skráning á staðnum.

kv AMS

Lesa meira

Mývatn 2011

Þeir sem ætla að skrá sig til leiks í þeim ýmsu greinum sem boðið er uppá á Mývatni um næstu helgi er bent á að kynna sér allt um málið í viðhenginu hér

Lesa meira
Fundur ÍBA, ÍRA og forvarnarfulltr. með aðildarfélögum

Fundur ÍBA, ÍRA og forvarnarfulltr. með aðildarfélögum

ÍBA,  Íþróttaráð Ak. og forvarnarfulltrúi halda fundi með öllum aðildarfélögum ÍBA.    Tilefni fundanna er að treysta tengslin á milli þessar aðila og skiptast á upplýsingum.     KKA átti tíma í gær og var þar f.h. stjórnar félagsins gert grein fyrir rstarfssemi félagsins, iðkendafjölda,  barna og unglingastarfi,  þjálfaramálum,  íþróttamannvirkjum,  félagsaðstöðu,  samskiptum við ÍBA ÍRA og yfirvöld Akbæjar,  framtíðarsýn,  fjármálum,  eignum svo eitthvað sé upptalið.

Fundurinn var mjög góður og eru þessir fundir mjög góðir til að stappa saman fólki í íþróttastarfi.    ÍBA,  ÍRA og íþróttafulltrúi eru mjög góðir bakhjarlar í starfi KKA og hjálpa gríðarlega til í öllu starfi félagsins.

Lesa meira
Þorsteinn á 2moto kynningu á Hótel KEA

2MOTO kynning á HOTEL KEA

Á fundi Ey-lív félagi vélsleðamanna í gær var Þorsteinn með kynningu á 2 moto græjunni.   Töluverður áhugi er á þessi tæki og birtir vefurinn því upplýsingar af fyrirlestri Hér 

Lesa meira
2MOTO kynning

2MOTO kynning

Á félagsfundi Ey-lív á fimmtudagskvöldið 24.02.2011, kl. 20:00 á Hótel KEA, mun Þorsteinn kynna 2MOTO græjuna.

Lesa meira

Alexander með sleðaskólann

Vefurinn fékk rafpóst frá Lexa,  hann sagði:
Sleðaskólinn verður haldinn um næstu helgi.  Kennd eru grunnatriði í stjórnun sleða ásamt tips og Trix til að auka öryggi í ferðum og sleðanotkun almennt.    Hér eru smá upplýsingar um sleðaskólann sem verður um næstu helgi.  Allir velkomnir  Kv LEXI

Lesa meira

KKA fánarnir

Veit einhver um KKA fánana?
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins var haldinn um síðustu helgi.   Svo óheppilega vildi til að vatnstjón varð í húsinu og því ekki hægt að halda fundinn í félagsheimili.   Reynt var að auglýsa það eftir bestu getu og láta vita upp í félagsheimili með tilkynningu að fundurinn hefði verið færður niður í Glerárgötu.   
Formaður gerði grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir.   Félagi stendur vel,  skuldlaust og á orðið töluverðar eignir.    Í máli formanns kom fram að mikilvægt sé að félagið eigi nokkuð lausafé á hverjum tíma þar sem að eignir hafi aukist og það þurfi fé til að reka eignir,  þess vegna verður að fara varlega enn varlegar í frekari fjárfestingar þó lausafé til rekstrar sé þó nokkuð hjá félaginu.   Eftir nokkrar umræður voru reikningar samþykktir samhljóða.    Félagsheimilið varð fyrir miklum vatnsskemmdum verið er að vinna í því.   Stofnæð/krani fraus undir húsinu með alvarlegum afleiðingum.    
Vatn til vökvunar svæðis var rætt sem og starthlið.   Ákveðið var að leita eftir tilboðum í gerð 10 hliða og 30 hliða.   Ljóst er að verkefnið er dýrt fyrir félagið.     Starfsmaður:   Rætt var um mögueika á starfsmanni á svæðið næsta sumar.   Svæðið er orðið það mikið uppgrætt að það þarf stærri tæki til að slá,  þau mál voru rædd. 

Við stjórn bættist Jóhann Hansen,  annars er hún eins.   Kosið var í nefndir félagsins.     Breytingar urðu í hús-, svæðis- og mótanefnd.    Rætt var um að skipta svæðisnefnd upp í endurosvæðisnefnd og motocrosssvæðisnefnd.    Þessi hugmynd verður skoðuð í sumar nánar.   Rætt var um viðhald endurobrauta.
Sjá hér er Stjórn og hér Nefndir

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548