Fréttasafn

Éljagangur

Nú fer að styttast í éljaganginn Dagskrá má finna hérna,

Það helsta sem KKA kemur nærri er þetta:

Föstudagur 10. febrúar 2012
20.00 Snjósleðaspyrna í Hlíðarfjalli (Ekki Toyota túninu)- KKA. Flugeldasýning í boði EY-LÍV og KKA í Hlíðarfjalli að spyrnu lokinni.
 

Laugardagur 11. febrúar 2012
11.00 Vetrarsportsýning EY-LÍV í Boganum, opið til kl. 17.00, frítt
12.00 Íslandsmeistaramót á vélhjólum – Íscrosskeppni – á Leirutjörn KKA

Lesa meira
Einar Sigurđsson

Einar Sigurđsson fulltrúi KKA

Einar Sigurðsson var fulltrúi KKA í hófi í gær (18.1.) til útnefningar íþróttamanns Akureyrar 2011.    Bryndís Rún Hansen hin frækna sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2011 á Akureyri.    Hún hefur verið í verulegu stuði undanfarin ár enda tilnefnd til þessa titils,  2009, 2010 og 2011.
Lesa meira

Fundur um ađgengi ađ hálendinu

Föstudaginn næsta þ.e. 20. jan. kl. 20:00 verður haldinn fundur í samkomusal nyrst í Kaupangi m/Mýrarveg,  Akureyri,   þ.e. gengið inn að vestan.     Efni fundarins er réttur til að fara um hálendið,  lokanir ákveðinni svæða og takmarkanir á ferðafrelsi almennings um hálendið,  á hestum,  bílum, hjólum,  tveimur jafnfljótum og/eða með öðrum hætti.

Endanlegt skipulag fundarins liggur ekki fyrir núna,   tilkynning kemur hér þegar dagskrá er fullmótuð,  en þið getið farið að hita ykkur upp fyrir föstudaginn.    Allir velkomnir.     

Dagskráin gæti litið eitthvað nálægt þessu út:

• Elín Björg Ragnarsdóttir,  lögfræðingur. F4x4 fjallar um Hvítbók.
• Einar K. Haraldsson skotveiðimaður talar um þjóðgarða almennt, friðlýst svæði og verndun (takmörkun)
• Sveinbjörn Halldórsson Ferðaklúbbnum 4x4, Aðkoma frjálsra félagasamtaka að skipulagi hálendisins.
• Ingimar Árnason útivistamaður heldur fræðsluerindi um Leið norðan Dyngjufjalla (Vikrafellsleið)
• Andrea Þorvaldsdóttir, eða staðgengill, ferðamaður á hestum.  Hestaferðir fyrr á tímum, nú og til framtíðar.
• Elvar Árni Lund. Skotveiði og útivistamaður. Talar um frelsi til skotveiða og framtíðarskipulag þjóðgarða og þjóðlendna á Íslandi.

Hver framsögumaður hefur  7 mínútur  +/- 3 mínútur.

Lesa meira
Einar Sigurđsson

Einar Sigurđsson íţróttamađur KKA 2011

Einar Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins hjá KKA.     Einar fór einfaldlega á kostum á síðasta ári,  var fullkomlega óstöðvandi og ósigrandi.      Einar keppti í flokki 85cc hjóla í mototcrossi og vann allar fimm umferðir íslandsmótsins.   Einar gerði ekki endasleppt með þessu því hann keppti ekki bara í motocrossinu heldur líka í enduro akstri í flokki 85cc.    Skemmst er frá því að segja að þessi stórkostlegi akstursíþróttamaður sigraði þar allar 6 umferðir íslandsmótsins.     Hann sigraði því með fullu húsi stiga bæði í motocrossi og enduro,  sem er einstakt og sýnir hve gríðarlega fjölhæfur og hæfileikaríkur ökumaður Einar er.

 

Á Unglingalandsmótinu sem haldið var á Egilsstöðum í sumar vann Einar 85cc flokkinn og keppti einnig í 125cc unglingaflokki og varð þar í 3. sæti.   

 

KKA er heiður að hafa Einar í röðum sínum og geta útnefnt hann íþróttamann ársins 2011.   

 

Til hamingju Einar með titilinn. 

Lesa meira
Samherji veitti KKA 500.000 kr. styrk í dag annađ áriđ í röđ.

Samherji veitti KKA 500.000 kr. styrk í dag annađ áriđ í röđ.

Í dag hélt útgerðarfyrirtækið Samherji hf. veglega veislu og styrkti ýmis málefni með hvatningu og 75 milljónum króna.      

Samherji hefur í gegnum tíðina styrkt ýmis málefni með margskonar hætti.   Árið 2008 var þó sérstakt því þá tók félagið sig til,  boðaði til veislu í tilefni af 25 ára afmælis félagsins og tilkynnti þar að félagið hyggðist styrkja ýmiskonar málefni með gríðarlega miklum fjármunum.   Allir töldu þetta vera einstakan viðburð, sem ekki yrði endurtekinn.   Sem betur fer gekk það ekki eftir því í dag veitti Samherji fjórða árið í röð reginfjárhæð til margvíslegra málefna.  

Þakklæti KKA er mikið bæði fyrir fjármunina og líka fyrir þá viðurkenningu, sem felst í því að aðili í atvinnurekstri skuli yfirleitt sjá ástæðu til að gefa okkur peninga, sem aflað hefur verið með venjulegum erfiðismunum.     

Lesa meira
Samskip styđur íţróttastarf

Samskip styđur íţróttastarf

Landflutningar - Samskip hafa ákveðið að styðja dyggilega við bakið á barna og unglingastarfi hér á Akureyri. Landflutningar - Samskip gefa allt andvirði jólapakkasendinga sinna til og frá Akureyri í sérstakan sjóð sem ÍBA mun úthluta úr eftir viðurkenndu úthlutunarkerfi. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar og styðjum þetta frábæra framtak.

Flytjum jólapakkana með Landflutningum því það rennur allt í okkar góða barna og unglingastarf.
Lesa meira
KEA styrkir afreksmann í motocrossi

KEA styrkir afreksmann í motocrossi

Í fyrra styrkti KEA KKA og gerir ekki endasleppt í ár því hugsað var til okkar ungu keppnismanna.   Á dögunum afhenti KEA styrki til ungra afreksmanna og þar var Einar Sigurðsson með á lista fyrir frábæran árangur í motocrossi en eins og kunnugt er sigraði Einar og sigraði í allt sumar,  og endaði með því að sigra allt og alla í motocrossi flokki 85cc.   Vann allar keppnir og fékk fullt hús stiga, sem er ótrúlegur árangur.   Ekki nóg með það heldur var Einar í 3. sæti til íslandsmeistara í enduro.    Ótrúlega góður árangur.   Til hamingju Einar.

Lesa meira

Ađalfundur KKA Fundargerđ

Fundargerð aðalfundar KKA 2011

Aðalfundi KKA var að ljúka.   Fundurinn var fjörugur og skemmtilegur.   Sigurður Bjarnason stóð undir væntingum um veitingar og fóru allir fundarmenn mettir af fundinum þó sumir hafi ekki kunnað sig og mætt verulega svangir til fundar.     Fundargerð af því helsta sem var fjallað um er hér.      Litlar breytingar urðu á stjórn og nefndum,   Gunnar Hákonarson er þó fjarri góðu gamni þar sem hann fluttist á flatlendið til náms en verður þar ekki lengur en hann þarf svo við fáum hann aftur innan tíðar.     Ákveðið var að styrkja alla um kr. 5.000 fyrir hvert íslandsmót sem þeir taka þátt í utan Eyjafjarðarsvæðis.     Þar ætti í það minnsta að fást töluvert upp í bensín ef menn fara saman í bíl.     KKA mun halda gamlingjanámskeið næsta vor og reyna að fá heldri menn til að draga hjólin fram úr skúrnum og koma á endurosvæðið til aksturs næsta sumar.    Akstursdagar verða næsta sumar: 

 

MX/Enduro

mánudaga  kl. 18:00

miðvikudaga kl. 18:00

föstudaga kl. 18:00

laugardaga kl. 13:00

 

Barnabraut:

þriðjudaga 17-19

fimmtudaga 17-19

Lesa meira

Ađalfundur KKA sunnudaginn 27. nóv. n.k. kl. 10:00

Aðalfundur KKA verður haldinn í húsakynnum ÍBA við Glerárgötu SUNNUDAGINN 27. NOV. kl. 10:00.     Síðari aðalfundur verður svo haldinn eftir áramótin,  peningafundurinn,  sbr. lög KKA.    Fundarstörf verða megnsýrð af venjulegum aðalfundarstörfum lögum samkvæmt.     Auk þess verður fjallað um önnur málefni,  eins og t.d. Aðalþing MSÍ,  skilti á svæðið,  starfsamaður næsta sumar,  útbreiðsla,  kynningarmál,  umhverfismál,  og svo vitanlega svæði félagsins í Torfdal og Glerárhólum,   barnastarf næsta sumar,  cross-æfingar á og af hjólum,  æfingatímar o.fl. sem menn vilja bera upp.
Lesa meira
lyfjaát=hćttur

Upplýsingar frá ISI

Með lyfjaáti tekurðu áhættu:
1. þú veist ekki nákvæmlega hvað þú ert að borða.
2. þú veist ekki hvar framleiðslan fer fram,  í bílskúr í Varsjá eða skítugu geymslugólfi í París
3. þú veist ekki hvað er í töflunum,  þú veist ekki hvar þær hafa verið,  þú veist ekki hverjir hafa kraflað á þeim
4. þú myndir ekki fá þér sælgæti/nammi sem hefði velkst um milli skítugra putta,   Þú myndir ekki þyggja gúmmíbjörn úr plastpoka frá ókunnugum mönnum,   hvers vegna þá lyf sem eiga að hafa áhrif á líkamsstarfssemi þína.

    Bæklingurinn er mjög góður og vert að skoða hann hér.   Bæklingur ÍSI um hættuna af lyfjanotkun

Lesa meira

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Huldugil 10 / 101 - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548