Fundur um aðgengi að hálendinu

Föstudaginn næsta þ.e. 20. jan. kl. 20:00 verður haldinn fundur í samkomusal nyrst í Kaupangi m/Mýrarveg,  Akureyri,   þ.e. gengið inn að vestan.     Efni fundarins er réttur til að fara um hálendið,  lokanir ákveðinni svæða og takmarkanir á ferðafrelsi almennings um hálendið,  á hestum,  bílum, hjólum,  tveimur jafnfljótum og/eða með öðrum hætti.

Endanlegt skipulag fundarins liggur ekki fyrir núna,   tilkynning kemur hér þegar dagskrá er fullmótuð,  en þið getið farið að hita ykkur upp fyrir föstudaginn.    Allir velkomnir.     

Dagskráin gæti litið eitthvað nálægt þessu út:

• Elín Björg Ragnarsdóttir,  lögfræðingur. F4x4 fjallar um Hvítbók.
• Einar K. Haraldsson skotveiðimaður talar um þjóðgarða almennt, friðlýst svæði og verndun (takmörkun)
• Sveinbjörn Halldórsson Ferðaklúbbnum 4x4, Aðkoma frjálsra félagasamtaka að skipulagi hálendisins.
• Ingimar Árnason útivistamaður heldur fræðsluerindi um Leið norðan Dyngjufjalla (Vikrafellsleið)
• Andrea Þorvaldsdóttir, eða staðgengill, ferðamaður á hestum.  Hestaferðir fyrr á tímum, nú og til framtíðar.
• Elvar Árni Lund. Skotveiði og útivistamaður. Talar um frelsi til skotveiða og framtíðarskipulag þjóðgarða og þjóðlendna á Íslandi.

Hver framsögumaður hefur  7 mínútur  +/- 3 mínútur.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548