Fréttasafn

Fjölskyldudagur KKA í Víkurskarđi


Félagar KKA ætla að koma saman í Víkurskarði laugardaginn 30. mars n.k. kl. 10:00 f.h. og gera eitthvað skemmtilegt saman.   Við ætlum að koma saman með allt sem keyrir og rennur,  sleða, skíði og hvaðeina.   Svo á að draga og renna og drekka kakó og borða smurt brauð og kótelettur með raspi inn á milli.     Forsprakkar eru Gunnar Hákonarson og Baldvin Birgisson. 
stjórnin 
Lesa meira
Heiddi

Éljagangur - Mótorhjólsafniđ 15. febr.

Hátíðin Éljagangur verður um  næstu helgi og af því tilefni verður motorhjólasafnið á Akureyri opið meira en venjulega.   Opnunartímar verða föstudaginn 15. febr. frá kl. 14:00 til 17:00 og á laugardaginn frá 15:00 til 19:00 og á sunnudag frá 14:00 til 17:00.    

Við viljum hvetja alla og sérlega þá sem eru að koma á íslandsmótið ískrossi til að heimsækja motorhjólasafnið á Akureyri,  þangað er gaman að koma fyrir leika en auðvitað sérlega þá sem gaman hafa af motorhjólum.     Þar eru mörg gríðarlega flott hjól m.a. þessi gamla montesa

Safnið er staðsett við Drottningarbrautina ekki langt frá flugvelli hér er kort

Lesa meira

Íslandsmót í íscrossi Akureyri

1. umferð Íslandsmótsins í Ískross fer fram 16. febrúar á Akureyri, en þá er sýningin Éljagangur. Nánari fréttir eftir ca viku. Stjórn MSÍ.
Lesa meira
Bjarki Sig

Bjarki Sigurđsson íţróttamađur KKA áriđ 2012

Bjarki Sigurðsson var kosinn íþróttamaður KKA árið 2012.    Þetta er í fjórða sinn sem Bjarki fær titilinn,  en áður hefur hann haft hann 2008, 2009 og 2010.      KKA óskar Bjarka til hamingju með árangurinn og þakkar honum fyrir samstarfið á síðasta ári. 

Árangur Bjarka litast mjög af meiðslum sem hann varð fyrir á síðasta ári en ferillinn var svona: 

Ferill Bjarka á árinu 2012 var svona:

Íscross
1 umferð 3 sæti
2 umferð 2 sæti
3 umferð 3 sæti

3 sæti til íslandsmeistara

Motocross
1.umferð 7 sæti
2 umferð 3 sæti
3-6 umferð meiddur

13 sæti til íslandsmeistara

SUZUKI mótaröðin pro flokkur(450 opinn flokkur)
1 umferð 4 sæti
2 umferð 3 sæti
3 umferð meiddur

6 sæti til meistara

ENDURO  
1-2 umferð 6 sæti
3-4 umferð 2 sæti
5-6 umferð meiddur

6.  sæti til íslandsmeistara

 

Lesa meira
EINKUNNARORĐIN Í BOĐI ÁG RACING

EINKUNNARORĐIN Í BOĐI ÁG RACING

Frá Aðalfundi:

Margt annað var rætt og flest allt stórkostlegt eins og venjulega,  því eins og Árni Grant sagði:  

„Ef hægt er að láta sér detta það í hug,  hlýtur að vera hægt að framkvæma það líka.“

 Eins og sjá má hugsa þér áþekkt Árni Grant og Mark Twain. 

 þetta gætu verið einkunnarorð klúbbsins. 

Lesa meira
FS svćđi KKA

Freestyle svćđi og ţrautabraut:

Frá Aðalfundi KKA

Freestyle svæði og þrautabraut:
Baldvin Þór stakk upp á því að félagið myndi afmarka og búa til FS svæði.   Það þyrfti 1-2 lendingar og pall.   Hann sagðist vera tilbúinn með teikningar.    Samþykkt var að veita 130.000 kr. í verkefnið og Baldvin myndi sjá um það.   Finna stað undir þetta og teikna og smíða pallinn.   Hann myndi láta stjórn vita af hugmyndum sínum,  svæðisnefndin ákveður svo hvort fallist verður á hugmyndir Baldvins um hvar skuli búa til FS svæði.    Baldvin ætlar að hafa það í huga að gera þrautabraut á sama eða svipuðu svæði. 

Lesa meira
Ađalfundur á fullri ferđ

Ađalfundur KKA föstudaginn 26. okt. 2012 kl. 18:00 í félagsheimilinu

Nýjir inn í stjórn KKA komu Gunnar Valur Eyþórsson og Baldvin Þór Gunnarsson,  sjá stjórnina hér.     Breyting varð ennfremur á nefndum innan félagsins þær eru svo.

Fundargerð aðalfundar KKA 26. okt. 2012. 

Lesa meira

Ađalfundur KKA föstudaginn 26. okt. 2012 kl. 18:00 í félagsheimilinu

Aðalfundur KKA verður haldinn 26. október 2012,  kl. 18:00 í félagsheimili okkar í Glerárhólum.

 Aðalfundur KKA er haldinn í tvennu lagi,  þetta er fyrri fundurinn þar sem kosið er í stjórn og nefndir en síðari fundurinn fjallar um fjármál félagsins og er haldinn eftir áramótin og er þá farið yfir reikninga félagsins fyrir rekstrarárið 2012 og hugað að framhaldi 2013.      Vakin er athygli á þessu ákvæði í lögum félagsins:  
Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, skulu tilkynnt stjórn félags minnst 1 viku fyrir aðalfund.

Dagskrá skv: 

1.  Setning

2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

3. skýrsla stjórnar og nefnda

4. umræða um skýrslur

5. Kosning stjórnar,  formanns,  endurskoðanda (bókara) og nefnda

6. Ákveðið er hvenær peningafundurinn er haldinn í janúar.

7. Lagabreytingar ef einhverjar eru.

8. Önnur mál.

9. Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.

10. Fundargerð lesin upp til samþykktar.

11. Fundarslit. 

Lesa meira

Tryggingamál / keppnisviđauki

Skoðið hvort í tryggingaskilmálum ykkar sé undanþága vegna keppni og/eða æfinga fyrir keppni.    Þá þarf að semja við tryggingarfélagið um tryggingaviðauka svo tryggingaverndin sé ótvíræð.    Fyrir nokkrum árum varð slys í braut KKA úr varð dómsmál þar sem tryggingarfélag neitaði að greiða það þurfti engu að síður að greiða bætur, sjá héraðsdóm hér.   Síðan þá hafa félögin flest eða öll bætt inn í skilmála sína undanþágum vegna keppni og æfinga fyrir keppni,  því er ráð að skoða þetta sjá t.d. þennan úrskurð.
Lesa meira
Yamaha vélsleđar

Yamaha haustsprengjan

Í tilefni af þessu hvíta sem flögrar utan við glugga okkar núna heyrði vefurinn í okkar góðu sponsurum í Yamaha.    Þeir eru vitanlega með á nótunum og bjóða Yamaha turbó sleða í þremur útfærslum,   með krafti 180 hesta,  240 eða 270 stykkja og allt stórir fullvaxnir fjölhæfir hestar.     Þeir ætla að bjóða þessa sleða á sérstökum ríflegum afslátti um stund þ.e. tilboðsverð  3,1 millj. til 3,6 millj.   sjá nánar hér og hér og hér
Lesa meira

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Núpasíđa 10c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548