Flýtilyklar
EKKI Á VaðlaHEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ
12.06.2013
Ágætu félagar nú er komið að því sem margir héldu að ekki yrði í ár vegna fannfergis, þ.e. fyrsti
upprekstrardagur búfjár á Vaðlaheiðina verður þann 20. júní n.k. Við skulum vona að tíðin haldist eins og hún er
í dag, svo snjóa leysi enn frekar þannig að kindurnar geti jafnvel skilið þrúgurnar eftir heima. Líklegt er þó að kindurnar
verði ekki í hátíðarskapi þrátt fyrir þá nýliðna þjóðhátíð því þær voru
grafnar upp úr fönninni í september s.l. og eru nú auðvitað ekki hressar með að vera settar aftur í snjóskaflana á heiðinni.
Við skulum því gera okkar til að styggja ekki skapvondar skepnurnar enn frekar svo við skulum
EKKI HJÓLA Á HEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI, EKKI GAMLA VEGINN UM StEINSSKARÐIÐ, EKKI
BÍLDSÁRSKARÐIÐ EÐA NOKKRA AÐRA LEIÐ UM HEIÐINA.
Athugasemdir