Íþróttasvæði KKA / Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd fjallaði um erindi KKA:


Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - beiðni um umsögn

2013010054

Erindi frá skipulagsdeild dags. 4 mars 2013 um beiðni KKA og BA um lóðarstækkun.
Fulltrúar L-lista þau Hulda Stefánsdóttir og Páll Steindór Steindórsson óska bókað:
Við tökum ekki jákvætt í umsókn KKA um svæði undir enduroakstur í Hlíðarfjalli samkvæmt bréfi dags 22. febrúar 2013, en getum fallist á hóflegri stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B- og S-lista óska bókað:
Svæði þetta liggur að svæði sem verið er að skipuleggja sem hluta fólksvangs á Glerárdal þar sem friðsæld dalsins og útivist bæjarbúa verður í öndvegi. Svæðið eru gróðursælir ósnertir móar og gott berjaland. Viðmið stækkunar verði núverandi fjallskilagirðing (gul lína á uppdrætti).

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548