Fréttasafn

MX mótiđ í dag.

Motocross mótið tókst gríðarlega vel.   Allar tímasetningar stóðust og allt gekk fyrir sig stórslysalaust.  

Keppnisstjórn,  mótanefnd,  svæðisnefnd og allir aðrir sem að mótinu komu fá hæstu einkunn og mikið hrós.   

f.h. stjórnar KKA

Þorsteinn Hjaltason,  formaður. 

Lesa meira
Motocross KKA

MX lokar fimmtudag kl. 17:00

Motocrossbraut KKA verður lokað kl. 17:00 næsta fimmtudag og fram að mótinu á laugardaginn næsta.
Lesa meira

Enduro / CC 14. september Íslandsmót Akureyri KKA

Munið keppnisviðaukann.   Vegna árferðis var þessari keppni frestað fram á haustið þar sem brautir voru ekki tilbúnar um miðjan júní hér fyrir norðan vegna bleytu og fannfergis.
Lesa meira

Motocross Akureyri 10. ágúst n.k.

MX á Akureyri 10. ágúst.   FRÍTT INN.

MUNIÐ KEPPNISVIÐAUKANA (TRYGGINGAR Á HJÓLIN OG SVO AÐ AUKI TRYGGINGARVIÐAUKI FYRIR KEPPNIR)

Dagskráin er hér.

http://msisport.is/content/files/public/kka/MX%20Dagskra%202013.pdf

Lesa meira
Skapvond skepna á Vađlaheiđi

EKKI Á VađlaHEIĐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ

Ágætu félagar nú er komið að því sem margir héldu að ekki yrði í ár vegna fannfergis,  þ.e. fyrsti upprekstrardagur búfjár á Vaðlaheiðina verður þann 20. júní n.k.   Við skulum vona að tíðin haldist eins og hún er í dag, svo snjóa leysi enn frekar þannig að kindurnar geti jafnvel skilið þrúgurnar eftir heima.   Líklegt er þó að kindurnar verði ekki í hátíðarskapi þrátt fyrir þá nýliðna þjóðhátíð því þær voru grafnar upp úr fönninni í september s.l. og eru nú auðvitað ekki hressar með að vera settar aftur í snjóskaflana á heiðinni.    Við skulum því gera okkar til að styggja ekki skapvondar skepnurnar enn frekar svo við skulum 

EKKI HJÓLA Á HEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI,  EKKI GAMLA VEGINN UM StEINSSKARÐIÐ, EKKI BÍLDSÁRSKARÐIÐ EÐA NOKKRA AÐRA LEIÐ UM HEIÐINA.
Lesa meira

Fyrirlestur formanns KKA

Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fyrirlestur um bætur til tjónþola vegna  íþróttaslysa.    Hér er birt uppbygging fyrirlestursins í 3 skjölum,  hér nr. 1,  nr. 2 og nr. 3 og leiðbeiningar um notkun þeirra.

Lesa meira

Svćđi BA

Bílaklúbburinn er að búa til aðstöðu fyrir áhorfendur við sandspyrnuna.    Ekki hafa allir áttað sig á tilganginum með þessum mannvirkjum,   þetta eru EKKI stökkpallar,  svo ekki hjóla þarna.
Lesa meira

Landsmót UMFÍ Selfossi 4-7 júlí

Í ár fer Landsmót UMFÍ fram dagana 4-7 júlí á Selfossi.
Keppt er m.a. í Motocrossi, þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hringja í s: 893-0409

Lesa meira

Teikning stćkkun landsins

Ég vísa í fyrri fréttir um þetta,   en ítreka að þetta er næstum farið í gegn en ekki komið,  það á eftir að ganga frá skipulaginu en hér er sem sé betri teikning af þessu.
Lesa meira

Íţróttasvćđi KKA / Enduro

Málið er nú komið í skipulagsferli þ.e. skipulagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að gera breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.     Ekki var fallist á tillögur KKA að öllu leyti en skipulagið hefur engu að síður í för með sér miklar breytingar til góðs fyrir félagið.   Í fyrsta lagi fær félagið svæðinu varanlega úthlutað (en ekki til 5 ára) og í öðru lagi er um stækkun að ræða að vísu ekki upp að gamla veginum en endurolandið mun ná upp að fjallskilagirðingu og næstum því niður í horn að sunnan,  sbr. meðfylgjandi teikningu.

Þetta kemur ekki til framkvæmda fyrr en skipulagið hefur verið samþykkt.    Hér er vitanlega um mikið hagsmunamál fyrir KKA og félagið þakkar Akureyrarbæ fyrir afgreiðslu málsins.

Lesa meira

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Núpasíđa 10c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548