Fréttasafn

Kýrnar á vorin

Jæja nú er komið vor og eins og alltaf erum við eins og kýrnar á vorin og hjólum útum allt og eins og villingar, en við viljum minna á það að hjóla ekki á svæði BA! okkur er heimilt að hjóla í sandbrekkunum og á flatanum upp við brekkuna. ALLS EKKI FARA Á SPYRNU BRAUT EÐA ÁHORFENDAPALLA BA !!
Lesa meira
Misnotum aðstöðu okkar

Misnotum aðstöðu okkar

Nú er komið vor og umboðin þurfa að losna við sleðana sína,  enda vita sunnlendingarnir ekkert um að hér er allt fullt af snjó og verður í allt sumar.    Sum sé Jammaha  er að bjóða sleða með fínum afslætti,    eins og sjá má hér
Lesa meira
Ný Yamaha hjól og Eyþór

Ný Yamaha hjól og Eyþór

Vefurinn hefur þefað það uppi að Eyþór Reynisson sé kominn heim með silfurpeninginn úr Madrid meistaramótinu í enduro cross country og ætli að sitja fyrir svörum upp í Yamaha umboðinu Arctic Trucks Kletthálsi 3 Reykjavík á fimmtudaginn næsta kl. 20:00 (13. mars).    Ekki er verra að hann mun sitja á nýjum Jamma,   þ.e. um leið á að sýna nýju Jammanna þ.e. 250 og 450 YZ-eturnar 2014,  ný grind,  nýr motor o.fl. o.fl.

sjá nánar hér 

Lesa meira

ÍSCROSSI AFLÝST Á LEIRUTJÖRN

Nú er orðið ljóst að það verða ekki aðstæður fyrir íscross á Leirutjörn.  

SVO ÞVÍ ER AFLÝST,   TJÖRNIN ER FULL AF KRAPA OG EKKI HEIMILT AÐ FARA Á HJÓLUM Á TJÖRNINA. 

Lesa meira

Keppnisdagatal MSÍ 2014

Keppnisdagatal
Lesa meira

Sleðaspyrna niður í bæ

E.t.v. verður sleðaspyrna niður í bæ,   túninu neðan við Samkomuhúsið (leikhúsið).   Nánar um það síðar,  yrði þá á föstudagskveldi 

Lesa meira

Íslandsmót Enduro KKA svæði 9. ágúst 2014

Enduro Íslandsmót KKA svæðið 9. ágúst 2014
Lesa meira

Íslandsmót í Motocrossi KKA svæðið 28.06.14

28. júní 2014
Lesa meira

Sleðaspyrna KKA Hlíðarfjalli 15. febr. á Éljagangi

Shell V-POWER Sleðaspyrnan

Shell V-POWER sleðaspyrna KKA mun nú fara í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri, laugardaginn 15. febrúar. Skráning er á staðnum, keppnisgjald kr. 3000  (ath ekki posi)

Mæting keppenda klukkustund fyrir auglýsta keppni.

Þar munu etja kappi helstu sleðamenn landsins á flottustu tryllitækjunum og tilþrifin verða rosaleg að vanda!

Opið verður fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir og því hægt að fá sér léttan kvöldverð uppi í fjalli.

Fjörið hefst kl 18.00 laugardaginn 15. febrúar. Endilega mætið tímanlega.

Lesa meira

Peningafundur stjórnar var haldinn 30. jan 14

Peningafundur félagsins var haldinn lögum skv. 30. jan. s.l.  

Fundurinn var mjög innihaldsríkur,  farið var yfir peningamál félagsins,  formaður fór yfir reikninga,  efnahag,  innheimtur og félagatalið,   auk þess var þetta á dagskrá.

Reikningar/Efnahagur/Innheimtur

ath. tryggingariðgjöld ath. rafmagn komið í 20 þús. pr. mán.

 

1.        Eignir:  ath. fá menn til að taka að sér verkefni vegna þeirra.

a.   Traktor (staða viðgerðar o.fl.)

b.  Jarðýta t.d.

i.    árans straumleysið á henni

ii.   keyptum hleðslutæki í haust og héldum að það héldi geyminum við (ca. 30 þús.)

iii.  en það hefur ekki dugað

iv.  e.t.v.  kaupa startstöð,  (ca. 20 þús en veit ekki?? ath.  selja Þór Bjössi / Rikki)

v.   trúlega betra en kaupa nýja geyma í ýtuna sem skemmast skjótt

vi.  ómögulegt að hlaupa um allan bæ til að koma ýtunni í gang

vii. hver getur gert eitthvað í því

c.   Sexhjólið,  er fínt en þarf

i.    olíuskipta fyrir sumarið,  muna það í vor.   ekki satt

ii.   hver getur tekið að sér olíuskiptin (bjarki)

iii.  og fá Bjarka til að líta yfir hjólið fyrir sumarið.

iv.  Bjarki lagaði rafmagnsvesenið sem var á því

d.  Haugsugur,  held í fínu lagi

e.  Sturtuvagninn,  í fínu formi.

f.   Herfin (eitt í varahluti),  en hitt þarf að laga.

i.    koma keflinu í það

ii.   hver getur gert það?

g.   Skúrin sem við keyptum af Sigga Bjarna

i.    Hvað eigum við að gera við hann??

ii.   Staðsettur fyrir neðan félagsheimilið.

iii.  Tímatökuskúr??

iv.  Skila Sigga honum og fá endurgreitt?

v.   fá Sigga á Skype frá Sverige.

vi.  Seljann??

vii. Annað notkunargildi og þá hvað???

h.  Félagsheimilið.

i.    Vatsnhitadunkur í eldhúsi er bilaður (slær alltaf út)/ spyrja Gunnar Val um þetta.  ii.               gera eitthvað fyrir húsið,  hvað?

iii.  hver er staðan á húsinu að öðru leyti?

iv.  mála ?

v.   eitthvað inni?

i.    Barnabraut

i.    Rafmagn í púkahúsið,  hvernig förum við að því?

ii.   Vatn á svæðið,  hvernig förum við að því.

iii.  Hver getur tekið það að sér,  hverjir öllu heldur.

iv. e.t..v meira ???

j.    Lýsing MX svæðisins,  það þarf að halda við og laga áður en þetta verður ónýtt.

i.    Gunnar Valur var til í að laga

ii.   Það vantar bara að fá vinnu-spjóti undir Gunnar Val.

iii.  þetta verður að gerast 2014 úr því að við létum ekki verða að því 2013

iv.  koma þessu í vinnuferli.

v.   Gera strax í vor.

k.   Pitturinn (grasið/70 m FITA æfingasvæðið)

i.    sá í hann í vor.

ii.   hann var að verða flag.

iii.  verður að gera hann góðan svo formaðurinn geti æft sig í bogfiminni.

j. Rampurinn.   Baldvin er yfirmaður þess verkefnis.

                                                            

2.        framkvæmdir 2013

a.   Starthlið

b.  Húsið við barnabrautina

i.    Fengið á fínu verði

ii.   Gott stand

c.   Vinna við MX og barnabraut og endurobraut

 

 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548