Fréttasafn

Samherji styrkir KKA

Samherji styrkir KKA

Í kvöld bauð Samherji hf. til glæsilegrar veislu og þar úthlutaði félagið meira en 90 milljónum til ýmiskonar samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu,   og þar á meðal til KKA.     Þetta er í sjötta sinn sem Samherji úthlutar mörgum tugum milljóna til ýmis konar samfélagsverkefna.   Félagið gerði þetta fyrst 2008 og átti þá bara að veraeinstakur atburður.    Samherji hefur þó haldið áfram og gert þetta sex sinnum.     Við hjá KKA erum full þakklætis og eigum reyndar varla orð yfir örlætinu.   

Samherji styrkti starf KKA á síðasta ári og kom það fé að góðum notum við ýmiskonar framkvæmdir á árinu.   Til dæmis við húsnæði sem reis við barnabrautina fyrir foreldra og aðra sem vilja fylgja börnum sínum en það getur verið kuldalegt að standa við brautarkantinn í kulda og trekki sem stundum er á æfingum.     

Takk fyrir okkur.

Þorsteinn Hjaltason, formaður KKA 

Lesa meira
töluvert breyst frá því að þessi mynd var tekin í upphafi leiks.

KKA svæðið, enduro

Skipulagsmál.    Svæði KKA er að taka breytingum,  sjá hér.

 

Lesa meira

MX mótið í dag.

Motocross mótið tókst gríðarlega vel.   Allar tímasetningar stóðust og allt gekk fyrir sig stórslysalaust.  

Keppnisstjórn,  mótanefnd,  svæðisnefnd og allir aðrir sem að mótinu komu fá hæstu einkunn og mikið hrós.   

f.h. stjórnar KKA

Þorsteinn Hjaltason,  formaður. 

Lesa meira
Motocross KKA

MX lokar fimmtudag kl. 17:00

Motocrossbraut KKA verður lokað kl. 17:00 næsta fimmtudag og fram að mótinu á laugardaginn næsta.
Lesa meira

Enduro / CC 14. september Íslandsmót Akureyri KKA

Munið keppnisviðaukann.   Vegna árferðis var þessari keppni frestað fram á haustið þar sem brautir voru ekki tilbúnar um miðjan júní hér fyrir norðan vegna bleytu og fannfergis.
Lesa meira

Motocross Akureyri 10. ágúst n.k.

MX á Akureyri 10. ágúst.   FRÍTT INN.

MUNIÐ KEPPNISVIÐAUKANA (TRYGGINGAR Á HJÓLIN OG SVO AÐ AUKI TRYGGINGARVIÐAUKI FYRIR KEPPNIR)

Dagskráin er hér.

http://msisport.is/content/files/public/kka/MX%20Dagskra%202013.pdf

Lesa meira
Skapvond skepna á Vaðlaheiði

EKKI Á VaðlaHEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ

Ágætu félagar nú er komið að því sem margir héldu að ekki yrði í ár vegna fannfergis,  þ.e. fyrsti upprekstrardagur búfjár á Vaðlaheiðina verður þann 20. júní n.k.   Við skulum vona að tíðin haldist eins og hún er í dag, svo snjóa leysi enn frekar þannig að kindurnar geti jafnvel skilið þrúgurnar eftir heima.   Líklegt er þó að kindurnar verði ekki í hátíðarskapi þrátt fyrir þá nýliðna þjóðhátíð því þær voru grafnar upp úr fönninni í september s.l. og eru nú auðvitað ekki hressar með að vera settar aftur í snjóskaflana á heiðinni.    Við skulum því gera okkar til að styggja ekki skapvondar skepnurnar enn frekar svo við skulum 

EKKI HJÓLA Á HEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI,  EKKI GAMLA VEGINN UM StEINSSKARÐIÐ, EKKI BÍLDSÁRSKARÐIÐ EÐA NOKKRA AÐRA LEIÐ UM HEIÐINA.
Lesa meira

Fyrirlestur formanns KKA

Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fyrirlestur um bætur til tjónþola vegna  íþróttaslysa.    Hér er birt uppbygging fyrirlestursins í 3 skjölum,  hér nr. 1,  nr. 2 og nr. 3 og leiðbeiningar um notkun þeirra.

Lesa meira

Svæði BA

Bílaklúbburinn er að búa til aðstöðu fyrir áhorfendur við sandspyrnuna.    Ekki hafa allir áttað sig á tilganginum með þessum mannvirkjum,   þetta eru EKKI stökkpallar,  svo ekki hjóla þarna.
Lesa meira

Landsmót UMFÍ Selfossi 4-7 júlí

Í ár fer Landsmót UMFÍ fram dagana 4-7 júlí á Selfossi.
Keppt er m.a. í Motocrossi, þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hringja í s: 893-0409

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548