Fréttasafn

Peningafundur stjórnar var haldinn 30. jan 14

Peningafundur félagsins var haldinn lögum skv. 30. jan. s.l.  

Fundurinn var mjög innihaldsríkur,  farið var yfir peningamál félagsins,  formaður fór yfir reikninga,  efnahag,  innheimtur og félagatalið,   auk þess var þetta á dagskrá.

Reikningar/Efnahagur/Innheimtur

ath. tryggingariðgjöld ath. rafmagn komið í 20 þús. pr. mán.

 

1.        Eignir:  ath. fá menn til að taka að sér verkefni vegna þeirra.

a.   Traktor (staða viðgerðar o.fl.)

b.  Jarðýta t.d.

i.    árans straumleysið á henni

ii.   keyptum hleðslutæki í haust og héldum að það héldi geyminum við (ca. 30 þús.)

iii.  en það hefur ekki dugað

iv.  e.t.v.  kaupa startstöð,  (ca. 20 þús en veit ekki?? ath.  selja Þór Bjössi / Rikki)

v.   trúlega betra en kaupa nýja geyma í ýtuna sem skemmast skjótt

vi.  ómögulegt að hlaupa um allan bæ til að koma ýtunni í gang

vii. hver getur gert eitthvað í því

c.   Sexhjólið,  er fínt en þarf

i.    olíuskipta fyrir sumarið,  muna það í vor.   ekki satt

ii.   hver getur tekið að sér olíuskiptin (bjarki)

iii.  og fá Bjarka til að líta yfir hjólið fyrir sumarið.

iv.  Bjarki lagaði rafmagnsvesenið sem var á því

d.  Haugsugur,  held í fínu lagi

e.  Sturtuvagninn,  í fínu formi.

f.   Herfin (eitt í varahluti),  en hitt þarf að laga.

i.    koma keflinu í það

ii.   hver getur gert það?

g.   Skúrin sem við keyptum af Sigga Bjarna

i.    Hvað eigum við að gera við hann??

ii.   Staðsettur fyrir neðan félagsheimilið.

iii.  Tímatökuskúr??

iv.  Skila Sigga honum og fá endurgreitt?

v.   fá Sigga á Skype frá Sverige.

vi.  Seljann??

vii. Annað notkunargildi og þá hvað???

h.  Félagsheimilið.

i.    Vatsnhitadunkur í eldhúsi er bilaður (slær alltaf út)/ spyrja Gunnar Val um þetta.  ii.               gera eitthvað fyrir húsið,  hvað?

iii.  hver er staðan á húsinu að öðru leyti?

iv.  mála ?

v.   eitthvað inni?

i.    Barnabraut

i.    Rafmagn í púkahúsið,  hvernig förum við að því?

ii.   Vatn á svæðið,  hvernig förum við að því.

iii.  Hver getur tekið það að sér,  hverjir öllu heldur.

iv. e.t..v meira ???

j.    Lýsing MX svæðisins,  það þarf að halda við og laga áður en þetta verður ónýtt.

i.    Gunnar Valur var til í að laga

ii.   Það vantar bara að fá vinnu-spjóti undir Gunnar Val.

iii.  þetta verður að gerast 2014 úr því að við létum ekki verða að því 2013

iv.  koma þessu í vinnuferli.

v.   Gera strax í vor.

k.   Pitturinn (grasið/70 m FITA æfingasvæðið)

i.    sá í hann í vor.

ii.   hann var að verða flag.

iii.  verður að gera hann góðan svo formaðurinn geti æft sig í bogfiminni.

j. Rampurinn.   Baldvin er yfirmaður þess verkefnis.

                                                            

2.        framkvæmdir 2013

a.   Starthlið

b.  Húsið við barnabrautina

i.    Fengið á fínu verði

ii.   Gott stand

c.   Vinna við MX og barnabraut og endurobraut

 

 

Lesa meira
Einar Sigurđsson íţr.m.ársins 2013

KKA kynnir međ stolti Íţróttamann ársins 2013 hjá KKA

 

Einar Sigurðsson #671 var kosinn íþróttamaður ársins hjá KKA Akstursíþróttafélagi.    Einar er ekki nema 17 ára en hefur þegar náð ótrúlega góðum árangri í sinni íþrótt.  

Árið 2013 keppti Einar í 5 umferðum eða íslandsmeistaramótum í Motocrossi  á vegum MSÍ.   Hann varð í 2. sæti á fjórum mótum og í 3. sæti á einu þeirra.    Hann náði þeim frábæra árangri að enda í 2. sæti til íslandsmeistara.    Þetta er mjög frækinn árangur hjá Einari.

Einar tók þátt í 6 tíma þolaksturkeppninni á Klaustri og keppti í einstaklingskeppni og varð í öðru sæti sem er mikið afrek.

Einnig keppti Einar í Enduro/þolakstri á Akureyri og sigraði í sínum flokki.

 

Lesa meira
Samherji styrkir KKA

Samherji styrkir KKA

Í kvöld bauð Samherji hf. til glæsilegrar veislu og þar úthlutaði félagið meira en 90 milljónum til ýmiskonar samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu,   og þar á meðal til KKA.     Þetta er í sjötta sinn sem Samherji úthlutar mörgum tugum milljóna til ýmis konar samfélagsverkefna.   Félagið gerði þetta fyrst 2008 og átti þá bara að veraeinstakur atburður.    Samherji hefur þó haldið áfram og gert þetta sex sinnum.     Við hjá KKA erum full þakklætis og eigum reyndar varla orð yfir örlætinu.   

Samherji styrkti starf KKA á síðasta ári og kom það fé að góðum notum við ýmiskonar framkvæmdir á árinu.   Til dæmis við húsnæði sem reis við barnabrautina fyrir foreldra og aðra sem vilja fylgja börnum sínum en það getur verið kuldalegt að standa við brautarkantinn í kulda og trekki sem stundum er á æfingum.     

Takk fyrir okkur.

Þorsteinn Hjaltason, formaður KKA 

Lesa meira
töluvert breyst frá ţví ađ ţessi mynd var tekin í upphafi leiks.

KKA svćđiđ, enduro

Skipulagsmál.    Svæði KKA er að taka breytingum,  sjá hér.

 

Lesa meira

MX mótiđ í dag.

Motocross mótið tókst gríðarlega vel.   Allar tímasetningar stóðust og allt gekk fyrir sig stórslysalaust.  

Keppnisstjórn,  mótanefnd,  svæðisnefnd og allir aðrir sem að mótinu komu fá hæstu einkunn og mikið hrós.   

f.h. stjórnar KKA

Þorsteinn Hjaltason,  formaður. 

Lesa meira
Motocross KKA

MX lokar fimmtudag kl. 17:00

Motocrossbraut KKA verður lokað kl. 17:00 næsta fimmtudag og fram að mótinu á laugardaginn næsta.
Lesa meira

Enduro / CC 14. september Íslandsmót Akureyri KKA

Munið keppnisviðaukann.   Vegna árferðis var þessari keppni frestað fram á haustið þar sem brautir voru ekki tilbúnar um miðjan júní hér fyrir norðan vegna bleytu og fannfergis.
Lesa meira

Motocross Akureyri 10. ágúst n.k.

MX á Akureyri 10. ágúst.   FRÍTT INN.

MUNIÐ KEPPNISVIÐAUKANA (TRYGGINGAR Á HJÓLIN OG SVO AÐ AUKI TRYGGINGARVIÐAUKI FYRIR KEPPNIR)

Dagskráin er hér.

http://msisport.is/content/files/public/kka/MX%20Dagskra%202013.pdf

Lesa meira
Skapvond skepna á Vađlaheiđi

EKKI Á VađlaHEIĐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ

Ágætu félagar nú er komið að því sem margir héldu að ekki yrði í ár vegna fannfergis,  þ.e. fyrsti upprekstrardagur búfjár á Vaðlaheiðina verður þann 20. júní n.k.   Við skulum vona að tíðin haldist eins og hún er í dag, svo snjóa leysi enn frekar þannig að kindurnar geti jafnvel skilið þrúgurnar eftir heima.   Líklegt er þó að kindurnar verði ekki í hátíðarskapi þrátt fyrir þá nýliðna þjóðhátíð því þær voru grafnar upp úr fönninni í september s.l. og eru nú auðvitað ekki hressar með að vera settar aftur í snjóskaflana á heiðinni.    Við skulum því gera okkar til að styggja ekki skapvondar skepnurnar enn frekar svo við skulum 

EKKI HJÓLA Á HEIÐINNI FRÁ 20 JÚNÍ TIL 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI,  EKKI GAMLA VEGINN UM StEINSSKARÐIÐ, EKKI BÍLDSÁRSKARÐIÐ EÐA NOKKRA AÐRA LEIÐ UM HEIÐINA.
Lesa meira

Fyrirlestur formanns KKA

Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fyrirlestur um bætur til tjónþola vegna  íþróttaslysa.    Hér er birt uppbygging fyrirlestursins í 3 skjölum,  hér nr. 1,  nr. 2 og nr. 3 og leiðbeiningar um notkun þeirra.

Lesa meira

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Stapasíđa 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548