Samherji styrkir KKA

Í kvöld bauð Samherji hf. til glæsilegrar veislu og þar úthlutaði félagið meira en 90 milljónum til ýmiskonar samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu,   og þar á meðal til KKA.     Þetta er í sjötta sinn sem Samherji úthlutar mörgum tugum milljóna til ýmis konar samfélagsverkefna.   Félagið gerði þetta fyrst 2008 og átti þá bara að veraeinstakur atburður.    Samherji hefur þó haldið áfram og gert þetta sex sinnum.     Við hjá KKA erum full þakklætis og eigum reyndar varla orð yfir örlætinu.   

Samherji styrkti starf KKA á síðasta ári og kom það fé að góðum notum við ýmiskonar framkvæmdir á árinu.   Til dæmis við húsnæði sem reis við barnabrautina fyrir foreldra og aðra sem vilja fylgja börnum sínum en það getur verið kuldalegt að standa við brautarkantinn í kulda og trekki sem stundum er á æfingum.     

Takk fyrir okkur.

Þorsteinn Hjaltason, formaður KKA 


Athugasemdir

Svćđi

KKA Akstursíţróttafélag

Stapasíđa 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548