Fréttasafn

1. ágúst 2010 Heimboð KKA / K2M

Sunnudaginn 1. ágúst kl. 10 árdegis verður ókeypis kennslutími fyrir þá sem hafa áhuga.  Kennd verða undirstöðutökin í akstri drullumallara
 
 
Kennari verður Þorsteinn Hjaltason.    Frekar óljóst er hve langan tíma það mun taka Þorstein að fara yfir þessi atriði og gera má ráð fyrir að það fari líka nokkuð eftir fjölda þátttakanda.    Allir eru velkomnir.       
Lesa meira

Heimboð KKA.

KKA í samvinnu við K2M og Nítró mun standa fyrir svokölluðu heimboði KKA

Laugardaginn 31. júlí                                           Nitro            K2M - Allt fyrir sleða & hjólafólk.                                     

Frítt í mótocross og endurobraut KKA. Allir að hjóla einsog engin sé morgundagurinn.

sunnudaginn 1. ágúst 2010

* Endurokennsla fyrir byrjendur. hefst kl: 10:00 upp við félagsheimili. Kennari Þorsteinn Hjaltason. Frítt.

* Enduroferð K2M fyrir alla. ca 2-3 tímar. Mæting með hjól á kerru eða bíl upp við félagsheimili KKA kl:13:00

* Torfærukeppni. á sunnudag kl. 18:00 ef stemmari og einhver fjöldi verður?

Þjónusta:

Tvö gasgrill verða uppí húsi. Fólk getur því grillað og notað húsið að vild.

Ef einhver er í vandræðum með geymslu á hjóli yfir nótt meðan á Akureyrardvöl stendur þessa helgi, þá er bara að hafa    sambandi við Sigurð hjá Nítró Aku. s: 893-0409

Bakvakt verður í Nítró ef eitthvað vantar. S:893-0409

Nánari uppl: Siggi s: 893-0409, Stebbi Gull s: 662 5252 Birkir: 893 7917

Lesa meira

Púkaæfing.

Púkaæfing og hittingur verður þriðjudaginn 27. júlí í Samkomugerði. Æfingin byrjar kl 20:00

Grill og stemmari verður sem aldrei fyrr. Foreldrar verða að koma börnum sýnum á staðinn. 

Endilega sem flestir að mæta.

Púkadeild KKA, 

Lesa meira

Frétt frá Bílaklúbb Akureyrar.

Sjallsandspyrnan - SKRÁNING

Skráning er nú hafin í fyrstu umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu en keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar sunnudaginn 1. ágúst. Skráning fer fram í tölvupósti á netfanginu ba@ba.is og það sem koma þarf fram við skráningu er: Nafn ökumanns og kennitala, gerð ökutækis og flokkur ásamt upplýsingum um akstursíþróttaklúbb. Skráningu lýkur mánudaginn 26. júlí kl. 23:59.-

Keppnisgjald er krónur 5. þúsund og skal greiðast inn á reikning 565-26-580 kt. 660280-0149. Upplýsingar um reglur Íslandsmótsins í sandspyrnu má finna hér.

F.h. Spyrnudeildar BA

Garðar Garðarsson
gg@ba.is
Lesa meira

Motocrossnámskeið.

James Robo stefnir að því að vera með námskeið á sunnudaginn 18. júlí. Stúlkur frá kl: 10-14 og drengir frá 16-20

Brautin er í góðu lagi. Hvar eruð þið? drífa sig. Allir að skrá sig. þeir sem hafa áhuga vinsamlegast mailið á sigurdurb@n1.is

kv. Sig B.

Lesa meira
KKA heimboð um verslunarmannahelgina.

KKA heimboð um verslunarmannahelgina.

KKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

 

Lesa meira

næsta æfing 19.júlí!

næsta æfing verður 19.júli en ekki 14.júlí.. svoleiðis að við bara sjáumst hress þá!! kl 19:30 stundvíslega
Lesa meira
þetta verður t.d kennt...

æfing á morgun!

minni á æfinguna á morgun 12.júlí, hvet alla til að koma en þetta er einungis önnur æfingin, sjáumst hress upp við braut KKA á morgun kl 19:30!  kv. Bjarki #670
Lesa meira
chad reed

námskeið

það verður námskeið á svæði KKA núna í júlí, þetta námskeið er ætlað lengra komnum og krökkum eldri en 13 ára, þetta er EKKI byrjenda námskeið fyrsti tíminn er á miðvikudaginn 7. júlí og þá verður ákveðið hvaða daga þetta verður, námskeiðsgjald er 8000kr og er skráning bara á staðnum, sjáumst bara hress á miðvikudaginn kl 19:30!!
Kveðja Bjarki #670
Lesa meira

Stækkun endurolands KKA

Stjórn KKA hefur unnið ötullega að fá stærra land undir enduroakstur og sú vinna heldur áfram.    Formaður félagsins var á klukkustundar löngum fundi með skipulagsnefnd http://www.akureyri.is/stjornkerfid/nefndir-og-rad/skipulagsnefnd/ í morgun og kynnti starfssemi félagsins nú og í gegnum tíðina,  stöðu og framtíðarsýn.      KKA var úthlutað landi í Torfdalnum eins og við þekkjum og þar höfum við lagt endurobrautir við þurfum stærra svæði,  þ.e. upp að gamla Hlíðarfjallsveginum sem liggur niður á skotsvæðisveginn.   Endurosvæðið KKA er svo nú sjá 
Verið er að loka hinum og þessum gömlum hálendisvegum og sífellt þrengt að fólki sem vill nota landið.    Við eigum held ég helst að sitja inni á kaffihúsum skoða myndabækur og leyfa útlendingum og ferðaþjónstufyrirtækjum að fara um landið.   Íslendingar geta hangið heima og horft út um gluggann.     Í þessum klikkaða ferða-fasisma verðum við að eiga athvarf,  okkar Heiðnaberg,   "Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup; einhvers staðar verða vondir að vera",  sagði Drangeyjaróvætturinn við Guðmund góða Arason.   Guðmundur var vitur maður og vissi sem var að ef hann vígði áfram og kláraði Heiðnabergið færi óvætturinn eitthvað annað og þá þyrfti hann að byrja þar upp á nýtt.   Betra var að hafa kvikindið í Heiðnabergi og menn vissu þá af honum þar og gætu forðast bergið eins og enn er gert í dag af öllum sem vit hafa.    Nú biðjum við Akureyrarbæ um athvarf fyrir okkar enduroakstur,  við þurfum okkar Heiðnaberg og erum þá ekki annars staðar á meðan.

Að auki má geta að KKA er skuldlaust og efnahagsreikningur félagsins er upp á 51 millj. kr. eignir og skuldir 0.    Það á brautir, jarðýtu,  traktor, herfi, haugsugu og fleira allt saman skuldlaust.     Félagar eru um 360 og starfssemin öflug.   Höldum íslandsmót í motocrossi,  enduro,  snocrossi of.l.  og áttum akstursíþróttamann ársins á Íslandi 2009.    Það er því kannski ekki gott að líkja okkur við óvættinn í Drangey en líkingin náði ekki til innrætis og illra verka drjólans í Drangey, heldur vitanlega einungis til þess að einhvers staðar verða allir að hafa sitt athvarf.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548