Fréttasafn

Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.

Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 29. desember n.k. kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig. Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 128 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga á Akureyri sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.

F.h. Íþróttaráðs

Ólína Rebekka Stefánsdóttir

 

 

Lesa meira
Á toppi Kerlingar í 1538 metra hæð á VÉLHJÓLUM!

Á toppi Kerlingar í 1538 metra hæð á VÉLHJÓLUM!

Hingað til hefur það bara verið fyrir karlmenn með kúlur að fara Glerárdalsmegin upp á fjallið Kerlingu í Eyjafirði (1538 m) og það á vélsleða. En það eru
Lesa meira
Bjarki Sigurðsson akstursíþróttamaður ársins hjá MSÍ

Bjarki Sigurðsson akstursíþróttamaður ársins hjá MSÍ

Nafn Bjarka Sigurðssonar ber svo oft á góma að augljóst er að vefurinn þarf að setja nafn hans inn á flýtitakka hjá sér. 

Bjarki Sigurðsson er akstursíþróttaður ársins hjá MSÍ, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands!!!!!

Þetta er vægast sagt frábær árangur hjá þessum þrefalda íslandsmeistara á þessu tímabili.       Bjarki þú gerir okkur stolta og ert félagi þínu KKA til mikils sóma.

Bjarki til hamingju.

Lesa meira
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA

Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA

Bjarki Sigurðsson er íþróttamaður ársins hjá KKA 2009

Tillagan var samþykkt einróma í stjórn KKA og á aðalfundi félagsins.

 Um Bjarka má hafa langan pistil,   hann er til fyrirmyndar bæði sem félagi,  félagsmaður og keppnismaður.    Hann er þrefaldur íslandsmeistari fyrir KKA á tímabilinu eins og margoft hefur komið fram á vefnum en ekki spillti fyrir hversu mikill fyrirmyndarmaður Bjarki er á öllum sviðum.     Til hamingju Bjarki.

Lesa meira

Aðalfundur fór vel fram

Aðalfundurinn fór vel fram og verða birtar fundargerðir von bráðar en hér er samantekt rekstrarreikninga félagsins fyrir 2008 og 2009.   Rekstrarreikningur samantekt
Lesa meira

Aðalfundur 31. október 2009 kl. 10 árdegis

Sælir félagar,

þetta er u.þ.b. síðasta útkall - aðalfundur verður haldinn 31. okt. 2009 kl. 10:00 eins og áður hefur verið auglýst.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KKA í Glerárhólum og mun þar verða farið yfir reikninga félagsins og malað og grobbað svolítið um verkefni og vinnu KKA á síðasta starfsári.    Þegar við höfum fengið nóg af því að klappa hvorum öðrum á bakið og þagga niður gagnrýnisröddum munum kjósa í nefndir og stjórn og því næst ræða komandi starfsár og áherslur þar.

...  sem sé venjuleg aðalfundarstörf,  sbr. lög félagsins hér til hægri eða öllu heldur vinstri.

einn tillaga að lagabreytingu kemur frá stjórn,  lagabreytingatillaga

Fjölmennum.

Bestu kveðjur  Þorsteinn

Lesa meira

Husaberg 390 FE

Formaðurinn tók sér Berginn 390 og vefurinn forvitnaðist um það hjá honum hvort eitthvað væri hæft í hólinu sem hjólið fær.    Kaupin komu reyndar á óvart þar sem hann er forfallinn 2str. maður og hefur ekki sparað leiðindaummæli sín um fjórgengishjól félaga sinna.    Maðurinn er óþolandi langorður en í stuttu máli segir hann hjólið frábært.   Hann sagðist ekki hafa hjólað mikið á því en hefði farið í einn girðinga- og eftirlegurollutúr fyrir bóndann á Skriðu og hjóið hefði reynst vel.     Það eina sem þarf að venjast segir hann vera skröltið í stáleistunum sem verður þegar hjólið andar undir settið en lofthreinsarinn er sem sé undir sætinu fremst.     Hjólið kann ekki að spóla,  það segir allt að hann hefur bara sett undir nagla að framan það dugar víst á svona hjóli.     Af túrnum var það að segja að girðingar fengu fyrstu einkunn og ein rolla fannst en hún var látin þegar að var komið og þrátt fyrir lífgunartilraunir tókst ekki að bjarga henni en tekið var af henni merkisspjaldið og það fært til byggja og örlög kindarinnar tilkynnt og skráð og hennar ekki saknað meir.   Vefurinn óskar formanninum til hamingju með kvikindið (þ.e.a.s. hjólið) og er vonast til að hann þegi í næstu túrum.      
Lesa meira
Vetrarfrágangur á endurosvæði 29. sept.

Vetrarfrágangur á endurosvæði 29. sept.

Þriðjudaginn 29. sept verður vinnukvöld á endurosvæði félagsins. Um er að ræða vetrarfrágang þar sem við fjarlægjum m.a. allar merkingar, hæla og hugsanlegt rusl af svæðinu fyrir veturinn. Við ætlum að hefjast handa kl 19:00 og áætlum að verða búin um 21:00. Allir þeir fjölmörgu sem hafa nýtt sér þetta stórkostlega svæði okkar til æfinga í sumar eru hvattir til að mæta og leggja hönd á plóginn. Sérstaklega væri vel þegið ef einhver hefði aðgang að 6hjóli + kerru, það flýtir mikið fyrir að hafa þannig tæki.
Lesa meira
Nítró dagur laugardaginn 26.sept. á KKA svæði

Nítró dagur laugardaginn 26.sept. á KKA svæði

Laugardaginn 26.sept. heldur Nítró hjóladag uppá svæði KKA.  Þar verður sýning á hjólum, prufuakstur o.fl.  Og síðast en ekki síst, bara að koma saman og hjóla sem flest í góðri braut.

Gróf dagskrá:
Kl: 14:00 til 16:00 allt að gerast.  Sýning á hjólum, prufuakstur á Kawasaki KXF 250 2009. og allir að hjóla í frábærri braut.
16:00 Veitingar í boði Nítró í samkomuhúsi KKA.
16:15 Dregið í Nítró happdrætti. Allir sem mæta verða með í pottinum.
16:30 -18:00 Hjóla meira og meira. 66 og 67 árgangar af félagsmönnum KKA sýna vippur.
Búið um kl: 18:00

Allir velkomnir,  og viljum við biðja liðsmenn Team Green North sérstaklega að mæta.

Kveðja, Starfsmenn Nítró Akureyri.
Lesa meira
bolada í ágúst

Hjóla!

jæja lýst engum á það að hittast margir og fara hjóla, taka eitt "kvöld" og hittast uppí braut og hafa smá gaman?  endilega commentið um ykkar skoðun;)
Kv bjarki#670
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548