Husaberg 390 FE

Formaðurinn tók sér Berginn 390 og vefurinn forvitnaðist um það hjá honum hvort eitthvað væri hæft í hólinu sem hjólið fær.    Kaupin komu reyndar á óvart þar sem hann er forfallinn 2str. maður og hefur ekki sparað leiðindaummæli sín um fjórgengishjól félaga sinna.    Maðurinn er óþolandi langorður en í stuttu máli segir hann hjólið frábært.   Hann sagðist ekki hafa hjólað mikið á því en hefði farið í einn girðinga- og eftirlegurollutúr fyrir bóndann á Skriðu og hjóið hefði reynst vel.     Það eina sem þarf að venjast segir hann vera skröltið í stáleistunum sem verður þegar hjólið andar undir settið en lofthreinsarinn er sem sé undir sætinu fremst.     Hjólið kann ekki að spóla,  það segir allt að hann hefur bara sett undir nagla að framan það dugar víst á svona hjóli.     Af túrnum var það að segja að girðingar fengu fyrstu einkunn og ein rolla fannst en hún var látin þegar að var komið og þrátt fyrir lífgunartilraunir tókst ekki að bjarga henni en tekið var af henni merkisspjaldið og það fært til byggja og örlög kindarinnar tilkynnt og skráð og hennar ekki saknað meir.   Vefurinn óskar formanninum til hamingju með kvikindið (þ.e.a.s. hjólið) og er vonast til að hann þegi í næstu túrum.      

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548