Fréttasafn

Enduró braut á Akureyri

Jæja Þá eru starfsmenn svæðisnefndar KKA búnir að leggja enduro brautina fyrir næstu helgi. Brautin er lögð á nýja svæðinu sem að KKA fékk úthlutað frá Akureyrarbæ á vordögum undir enduro. Þetta svæði er svakalegt endurosvæði þúfur, grónir hvammar,lækir að stökkva yfir eitthvað smá blautt og nettar brekkur.

Svo er laugarvegurinn að sjálfsögðu hafður innan brautar fyrir flatlendingana. En dekkin góðu verða hvíld þetta árið alla vega.

Munið að skráningu líkur í kvöld á miðnætti.

 

kv Svæðisnefnd KKA

Lesa meira
3 og 4 umferð í Íslandsmóti í Enduró

3 og 4 umferð í Íslandsmóti í Enduró

Keppendur athugið að skráningu í 3 og 4 umferðina í enduro á Akureyri laugardaginn 13 júní líkur á morgun þriðjudag á miðnætti.

Þetta er braut sem að enginn vill missa af á nýju enduró svæði félagsins fyrir ofan mx brautina í móum mold og giljum.

Allt sem gott enduro snýst um. Veðrið lofar gríðarlega góðu fyrir enduro akstur við kjörhitastig, allir að skrá sig fyrir miðnætti annað kvold.

 

Mótanefnd KKA 

Lesa meira
Aron kom sá og sigraði, flottur.

Úrslit MX 1 umferð Akureyri

Aron Ómarsson stakk af í MX-Open flokknum í öllum motounum þremur í dag. Hann leiddi alla hringi og fékk fullt hús stiga. Núverandi Íslandsmeistari Einar Sigurðarson varð í öðru sæti í öllum þremur motounum en þurfti að hafa nokkuð fyrir því í baráttu við Gylfa Frey Guðmundsson, Gunnlaug Karlsson og Ásgeir Elíasson. Má segja að Ásgeir hafi komið hvað mest á óvart með miklum hraða á sínu fyrsta ári í stóra flokknum. 
Brautin á Akureyri var í algjörum toppflokki og ekki skemmdi glæsilegt veður fyrir.  Nánari úrslit hafa verið birt á vef MSÍ .
MX-OPEN
  1. Aron Ómarsson
  2. Einar S. Sigurðarson
  3. Gunnlaugur Karlsson
  4. Kári Jónsson
  5. Gylfi Freyr Guðmundsson

MX-2

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Heiðar Grétarsson
  4. Eyþór Reynisson
  5. Örn Sævar Hilmarsson

MX-Kvenna -
 Karen Arnardóttir sigraði fyrsta motoið en brákaði bein í hendi í öðru motoi og þurfti að hætta keppni.

  1. Aníta Hauksdóttir
  2. Margrét Mjöll Sverrisdóttir
  3. Sandra Júlíusdóttir
  4. Björk Erlingsdóttir
  5. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

85 - kvenna

  1. Ásdís Elva Kjartansdóttir
  2. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
  3. Una Svava Árnadóttir

85-Flokkur

  1. Guðmundur Kort
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Ingvi Björn Birgisson
  4. Haraldur Örn Haraldsson
  5. Einar Sigurðsson

B-flokkur

  1. Gunnar Smári Reynaldsson
  2.  Egill Jóhannsson
  3. Hjörtur Pálmi Jónsson
  4. Hrafnkell Sigtryggsson
  5. Ingvar Birkir Einarsson

MX-Unglingaflokkur

  1. Bjarki Sigurðsson
  2. Hákon Andrason
  3. Kjartan Gunnarsson
  4. Jón Bjarni Einarsson
  5. Björgvin Jónsson
Lesa meira
1. umferð Íslandsmótsins í motocross

1. umferð Íslandsmótsins í motocross

Dagskrá mótsins má finna hér!

Helstu starfsmenn mótsins verða:

Stefán Þór Jónsson:          Mótstjóri
Gunnar Hákonarson:         Brautarstjóri
Guðmundur Hannesson:    Skoðunarmaður
Guðmundur Hannesson:    Öryggisfulltrúi MSÍ

Lesa meira
Bjarki með holuskotið jebb

Starfsmenn á 1.umferð í MX

Nú er það okkar mál KKA menn að koma og aðstoða við undirbúning í brautinni fyrir mót og einnig vantar menn til að flagga vera í pitt og einhver fleiri störf sem við deilum út á keppnisdegi. Látið endilega vita af ykkur ef þið eruð 100% klárir og getið aðstoðað, að er hægt að hringja í Stebba í síma 6625252 og melda sig.

Það er alltaf gaman að halda flott mót í nafni okkar félags og sína flatlendingum hvernig alvöru mót ganga fyrir sig :)

KKA hefur alltaf staðið undir væntingum og við förum ekki að láta deigan síga núna í kryppunni.

Mætum sem flestir og verum ferskir, formaður mótanefndar. 

Lesa meira
fallegt, Akureyri er eini staðurinn.

KKA menn nú vantar starfsmenn á mótið.

Nú styttist óðfluga í fyrsta motocross mót sumarssins og okkur vantar starfsmenn bæði í undirbúning á kvöldin fyrir mótið og einnig á mótið sjálft, nú verða menn að láta sjá sig og vinna fyrir klúbbinn sinn og gera mótið eins flott og við getum , það er best að mæta uppí braut á kvöldin fram að keppni því brautin verður lokuð frá og með þriðjudagskveld 26/05 ´09 og verður lokuð fram að móti, nú verða sem flestir að mæta og hjálpa til, með bestu kveðju Mótanefnd og Svæðisnefnd.
Lesa meira
Fallegt, Akureyri er eini staðurinn.

Motocrossbrautin á Akureyri opnar.

Sælir veri hjólamenn, nú er salan á árskortum að fara af stað hjá Stebba í Studio 6 frá og með mánudegi 18 maí. Sala á dagspössum er eins og áður á bensínstöð N1 við Hörgárbraut ( rétt hjá Bónus) , Nú verður tekið hart á að menn séu búnir að borga fyrir notkun á brautinni og eru harkaleg viðurlög við svindli :) hugsanlegt straff í allt sumar...... 

Þess má geta að brautin er í frábæru standi núna og hefur komið mjög vel undan vetri og hefur sjaldan verið flottari .

Gleðilegt hjólasumar, Stjórn KKA. 

Lesa meira
Þú átt að mæta

Vinnukvöld motocrossbraut 14 maí,kl 20:00

Nú eiga allir að drífa sig uppí braut á fimmtudagskveld og vinna aðeins í brautinni, mjög vegleg verðlaun í boði fyrir duglegasta meðliminn, komum brautinni í toppstand fyrir okkur öll. Það verður unnið frá 20 -22 stutt og laggott, ef menn eiga hrífu eða skóflu þá er í lagi að slíta það með. Svæðisnefnd......... Það væri magnað að sjá Húsnefndina þarna einnig til að koma félagsheimilinu í toppstand.

 

Lesa meira
Fréttatilkyning MSÍ / Íslandsmót Enduro 2009 1.& 2. umferð

Fréttatilkyning MSÍ / Íslandsmót Enduro 2009 1.& 2. umferð

Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu.

Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum.
Til þess að viðkomandi flokkur teljist gildur þarf minnst 5 keppendur og verða þá veitt sérverðlaun fyrir viðkomandi flokk.
Í B-flokk verða veitt verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti yfir heildina eins og verið hefur en einnig verða veitt verðlaun sérstaklega fyrir 1.2. og 3. sæti í ofangreindum flokkum miðað við að það náist 5 keppendur eða fleiri.
Lesa meira
3. & 4. umferð íslandsmótsins í SnoCross um helgina

3. & 4. umferð íslandsmótsins í SnoCross um helgina

Nú um helgina fara fram tvær síðustu umferðirnar í SnoCross við skíðasvæðið í Stafdal.

Föstudaginn 24. apríl
Samhliðabraut kl. 13:00
Skráning á staðnum
3. umferð íslandsmótsins í SnoCross hest kl. 17:00

Laugardagurinn 25. apríl
4. og síðasta umferð íslandsmótsins í SnoCross hest kl. 13:00
Hillcross að lokinni keppni (brekkuklifur innan brautar)

1000 kr. inn, frítt fyrir yngri en 12 ára.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548