Aðalfundur KKA Fundargerð

Fundargerð aðalfundar KKA 2011

Aðalfundi KKA var að ljúka.   Fundurinn var fjörugur og skemmtilegur.   Sigurður Bjarnason stóð undir væntingum um veitingar og fóru allir fundarmenn mettir af fundinum þó sumir hafi ekki kunnað sig og mætt verulega svangir til fundar.     Fundargerð af því helsta sem var fjallað um er hér.      Litlar breytingar urðu á stjórn og nefndum,   Gunnar Hákonarson er þó fjarri góðu gamni þar sem hann fluttist á flatlendið til náms en verður þar ekki lengur en hann þarf svo við fáum hann aftur innan tíðar.     Ákveðið var að styrkja alla um kr. 5.000 fyrir hvert íslandsmót sem þeir taka þátt í utan Eyjafjarðarsvæðis.     Þar ætti í það minnsta að fást töluvert upp í bensín ef menn fara saman í bíl.     KKA mun halda gamlingjanámskeið næsta vor og reyna að fá heldri menn til að draga hjólin fram úr skúrnum og koma á endurosvæðið til aksturs næsta sumar.    Akstursdagar verða næsta sumar: 

 

MX/Enduro

mánudaga  kl. 18:00

miðvikudaga kl. 18:00

föstudaga kl. 18:00

laugardaga kl. 13:00

 

Barnabraut:

þriðjudaga 17-19

fimmtudaga 17-19


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548