Stækkun endurolands KKA

Stjórn KKA hefur unnið ötullega að fá stærra land undir enduroakstur og sú vinna heldur áfram.    Formaður félagsins var á klukkustundar löngum fundi með skipulagsnefnd http://www.akureyri.is/stjornkerfid/nefndir-og-rad/skipulagsnefnd/ í morgun og kynnti starfssemi félagsins nú og í gegnum tíðina,  stöðu og framtíðarsýn.      KKA var úthlutað landi í Torfdalnum eins og við þekkjum og þar höfum við lagt endurobrautir við þurfum stærra svæði,  þ.e. upp að gamla Hlíðarfjallsveginum sem liggur niður á skotsvæðisveginn.   Endurosvæðið KKA er svo nú sjá 
Verið er að loka hinum og þessum gömlum hálendisvegum og sífellt þrengt að fólki sem vill nota landið.    Við eigum held ég helst að sitja inni á kaffihúsum skoða myndabækur og leyfa útlendingum og ferðaþjónstufyrirtækjum að fara um landið.   Íslendingar geta hangið heima og horft út um gluggann.     Í þessum klikkaða ferða-fasisma verðum við að eiga athvarf,  okkar Heiðnaberg,   "Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup; einhvers staðar verða vondir að vera",  sagði Drangeyjaróvætturinn við Guðmund góða Arason.   Guðmundur var vitur maður og vissi sem var að ef hann vígði áfram og kláraði Heiðnabergið færi óvætturinn eitthvað annað og þá þyrfti hann að byrja þar upp á nýtt.   Betra var að hafa kvikindið í Heiðnabergi og menn vissu þá af honum þar og gætu forðast bergið eins og enn er gert í dag af öllum sem vit hafa.    Nú biðjum við Akureyrarbæ um athvarf fyrir okkar enduroakstur,  við þurfum okkar Heiðnaberg og erum þá ekki annars staðar á meðan.

Að auki má geta að KKA er skuldlaust og efnahagsreikningur félagsins er upp á 51 millj. kr. eignir og skuldir 0.    Það á brautir, jarðýtu,  traktor, herfi, haugsugu og fleira allt saman skuldlaust.     Félagar eru um 360 og starfssemin öflug.   Höldum íslandsmót í motocrossi,  enduro,  snocrossi of.l.  og áttum akstursíþróttamann ársins á Íslandi 2009.    Það er því kannski ekki gott að líkja okkur við óvættinn í Drangey en líkingin náði ekki til innrætis og illra verka drjólans í Drangey, heldur vitanlega einungis til þess að einhvers staðar verða allir að hafa sitt athvarf.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548