Fundargerð aðalfundar KKA 25.11.14

Aðalfundur KKA var haldinn 25. nóvember 2014 kl. 20:00 í fundarsal Kælismiðjunnar Frosts.

Formaður setti fundinn. Formaður var kjörinn fundarstjóri og Siddi fundarritari. Formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og nefnda.
Farið var yfir fjármál félagsins en þau eru skoðuð á aukaaðalfundi svokölluðum peningafundi skv. lögum félagsins. Ákveðið var að peningafundurinn
yrði 19. janúar 2015 kl. 18:00, fundarstaður verður auglýstur síðar.

Þvínæst fór fram kosning formanna í nefndir og lauk þeim svo:

Öryggisnefnd:
Sigurður Rúnar Sigþórsson, formaður
Svæðisnefnd
Fjalar Úlfarsson, formaður
Hús- og eignanefnd:
Kristján Ingi Jóhannsson, form.
Mótanefnd:
Sigurður Rúnar Sigþórsson,
Foreldraráð:
Guðlaugur Halldórsson formaður
Fræðsluráð:
Þorsteinn Hjaltason, formaður. th@ALhf.is
Aganefnd:
Þorsteinn Hjaltason, formaður
Umferðarnefnd:
Guðmundur Hannesson formaður
Ferðanefnd:
Jói Hansen - formaður.
RC nefnd:
Birkir Sigurðsson, formaður
Reiðhjólanefnd:
Jónas Stefánsson, formaður
Innheimtunefnd:
Þorsteinn Hjaltason
Laganefnd:
Þorsteinn Hjaltason, formaður. th@ALhf.is

Embættismenn félagsins:
Hrafnhildur Björnsdóttir, bókari félagsins.
Bjarki Sigurðsson Vefstjóri.


Laganefnd starfaði á þinginu og fór yfir fyrirliggjandi lagabreytingar sem voru samþykktar.
Breyting þessi lá fyrir og var samþykkt: Í stjórn eru a.m.k. 5 menn, þ.e. formaður, nefndastjóri, vefstjóri og ritari ásamt einum meðstjórnenda, sem allir skulu kosnir
á aðalfundi félagsins. Auk þess getur stjórnin bætt við fleiri meðstjórnendum ef allir í stjórn félagsins samþykkja það en ef samþykki er afturkallað fellur viðkomandi þá þegar aftur úr stjórn KKA. Formaður og nefndastjóri skulu kosnir til tveggja ára.

Auk þess var formanni og laganefnd falið að skoða lögin og fara yfir greinaskiptingar og fleira.

Þvínæst var gengið til stjórnarkjörs. Kosnir voru:
Þorsteinn, form. Sigurður Rúnar Sigþórsson, ritari Guðmundur Hannesar, nefndarstjóri. Bjarki Sigurðsson, vefstjóri. Jóhann Hansen, meðstj.

Gert var hlé á fundinum og kom stjórn saman til fyrsta stjórnarfundar. Bjarki var boðinn velkominn í stjórn en hann er nýr í stjórn félagsins.
Stjórnin ákvað að fjölga þyrfti meðstjórnendum og var ákveðið að skip neðangreinda menn meðstjórnendur:
Árni Grant, Fjalar, Baldvin Þór, Gunnar Valur, Kristján Inga, Stefán Hansen og Sigurð Bjarnason

Aðalfundi var síðan framhaldið.

Skipun meðstjórnenda var kynnt fundinum og var hún samþykkt með háum húrrahrópum.

Kosning bókara og endurskoð. Hrafnhildur Björnsdóttir var einróma samþykkt sem bókari félagsins.


Þá voru tekin fyrir önnur mál.

Árni Grant athugar með kostnað á viðgerð á tracktor.

Haugsuga komin í viðgerð til Cobolt.

Árni og Gummi tala við Nitro varðandi auglýsingaskuld.

Sett var niður rotþró upp í barnabraut og húsnefndin gekk frá opnanlegafaginu og settar upp hillur í hús og hús þrifið.

Að skýra barnabrautina Barnabraut Samherja og setja upp skilti með nafni á Árni G, jói H, og Kristján Ingi fara í það.

Gummi ætlar að tala við Norðurorku varðandi vatn á svæðið.

Þarf að skipta um krana á lögn niður á pitt svæði Húsnefnd.

Fjalar formaður svæðisnefndar lætur útbúa lás á starthliðin og fá steina og eða grindur til þess að loka fyrir átroðning óæskilegs líðs inn á svæðið.

ítreka við alla félagsmenn að ganga vel um svæðið okkar.

Mikið rætt um kvöld túra félagsins sem hafa verið farnir þiðjudags og fimmtudagskvöld og verið að sögn einstaklega skemmtilegir og eru frábært framtak ferðanefndar eru Árni ,Jói og Kiddi þar fremstir í flokki.

Árni og Gummi og Kiddi settir í nefnd í að ræða við LÍV um hugsanlega byggingu vélageymslu og eða félagsaðstöðu.
Fundurinn samþykkir að viðræður fari af stað.


Fundargerð lesin upp til samþykktar. Samþykkt.

Fundarslit.
Þorsteinn slítur fundi.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548