STÓRI KKA DAGURINN FÆRÐUR TIL MÁNUDAGSINS 3. ÁGÚST

Undirbúningsnefnd tók þá ákvörðun í dag að færa KKA daginn til mánudagsins 3. ágúst. Ástæðan er sú að á sunnudeginum fer fram unglingalandsmót í Motocross á Sauðárkróki en þar verða einmitt margir af okkar ungu og efnilegu ökumönnum að keppa. Eins ætti þessi ráðstöfun síður að slíta helgina í sundur sem ferðahelgi. Endilega látið þetta berast og sjáumst hress upp á KKA svæði á mánudaginn um versló.

Dagskrá:

11:00   Púkaæfing
Mæting þátttakenda kl. 10:30, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

12:00   Klúbbæfing Motocross
Mæting þátttakenda kl. 11:30, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

14:00   Klúbbæfing Enduro
Mæting þátttakenda kl. 13:00, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

Grillveisla við félagsheimili í boði KKA í lok dags.

Aðeins fyrir félaga í KKA og fjölskyldur þeirra.

Engin gjaldtaka fyrir þátttöku í æfingum né grillveislu.

Skilyrði er að vera skuldlaus við félagið.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548