Samskipti hestamanna og motorhjólamanna

Sumarið hefur gengið vel hvað þetta varðar sem annað.    Engin tilvik hafa komist inn á borð stjórnar KKA né hefur stjórnin frétt af nokkrum vandamálum í þessum samskiptum.    Samskipti sem einkennast af gagnkvæmri virðingu og tillitssemi ganga vel.

Við viljum minna á reglur sem KKA hefur haldið á lofti um árabil:

Mótorhjólamenn
- Ekki aka á reiðvegum
- Stöðvið hjólin og drepið á þeim, ef hestar eru í nánd og takið af ykkur hjálminn.
- Setjið hjólin ekki í gang fyrr en hestamenn
eru örugglega komnir vel fram hjá

Hestamenn
- Notið áberandi fatnað og endurskin
- Verið í góðum tengslum við mótorhjólamenn

 

Virðum reglur og höfum samskiptin í lagi svo allir geti haft ánægju af sínu áhugamáli.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548