Ís-Cross í Reykjavík

2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram laugardaginn 20. febrúar við Leirtjörn v/ Úlfarsfell, Reykjavík. Skráning fer fram á www.msisport.is og er skráning opin til miðnættis á fimmtudagskvöld 18. febrúar. Mæting keppenda er kl. 10:00, tímatökur hefjast kl: 11:00 en keppnin sjálf kl: 12:00

Allur akstur á Leirtjörn er bannaður fram að keppni. Öll umferð á tjörninni er bönnuð á keppnisdag að undanskildum keppendum og starfsmönnum. Áhorfendum er bent á bílastæði við vestur enda tjarnarinnar og gott útsýnissvæði við suð-vestur endan. Áhorfendur og keppendur eru beðnir að leggja bílum þannig að ekki hljótist ónæði fyrir aðra vegfarendur. Leirtjörn og umhverfi er í eigu Reykjavíkurborgar og er svæðið mikið notað til útivistar og biðjum við alla sem leggja leið sína á keppnina að ganga vel um og skilja ekki eftir drasl á svæðinu.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548