Frá MSÍ vörugjöld af motocrosshjólum

 Stjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til  stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum.
 Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður  MSÍ  og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa  fjármálaráðuneytis  og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
 Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum  yrðu  feld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram  skrifleg  rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlönunum og  farið  yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og  vébanda MSÍ.
 Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið  breytingum  á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi.
 Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum  falli  undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn  til landsins án  gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum,  ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu  að  verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og  sektar.
 Gera má ráð fyrir því að ca. 1.500.000,- hjól lækki í verði um ca.
 350.000,-
 og reikna má við því að ef slíkt hjól væri notað utan viðurkendra  akstursíþróttasvæða  gæti viðkomandi átt á hættu sektargreiðslu allt að 800.000,-  Það verður mikil ábyrgð þeirra sem stunda sportið og nýta sér  vörugjaldslaus  moto-cross keppnishjól að þeir fari eftir þeim lögum og reglugerðum sem  koma til.
 Þessi niðurfelling er ekki hugsuð til að ná til Enduro hjóla sem eru  skráð á hvít númer.
 Um MSÍ:
 MSÍ er 13. stærsta íþróttasamband innan ÍSÍ af 28 samböndum,  véhjólaíþróttir eru  14. stærsta íþróttagrein innan ÍSÍ af 44 íþróttagreinum. Innan MSÍ  starfa rúmlega  20 aksturíþróttafélög um land allt og u.þ.b. 20 samþykkt  aksturíþróttasvæði eru á Íslandi

 Virðingarfyllst.
 f.h. Stjórnar MSÍ
 Karl Gunnlaugsson
 Formaður


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548