Bjarki og Baldvin Þór í stjórn MSÍ

Bjarki og Baldvin Þór í stjórn MSÍ
Bjarki og Baldvin stjórnarmenn MSÍ

Þann 21. nóvember 2015 var formannafundur MSÍ haldinn og svo var ársþingið eftir hádegi.   Þorsteinn Hjaltason formaður sótti formannafundinn en fulltrúar KKA á ársþinginu voru Þorsteinn,  Baldvin Þór Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson.    Baldvin og Bjarki buðu sig fram í stjórn MSÍ.   Eftir æsilega kosningu kom í ljós þeir náðu báðir kjöri.    KKA hefur nú ekki haft fulltrúa í stjórn MSÍ í 2 ár og aldrei áður átt tvo fulltrúa á sama tíma.    Vitanlega erum við þau öll að vinna að sama markmiði þannig að í sjálfu sér á ekki að tala um þá sem fulltrúa KKA,  þeir eru fulltrúar allra félaganna ekki bara okkar.   Við erum bara stolt af þeim og gátum því ekki stillt okkur.  Karl Gunnlaugsson gaf ekki kost á sér til frekari formennsku en hann lýkur nú góðum ferli í formansstóli og taldi rétta að gefa öðrum tækifæri til að spreyta sig.    Keli (Hrafnkell Sigtryggsson) var kosinn formaður.   Þorsteinn var kosinn í dómstól MSÍ en hann hefur verið í honum frá upphafi.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548