Aðalfundur KKA verður haldinn 25. nóv. 2014 kl. 20:00

Aðalfundur KKA verður haldinn 25. nóv. 2014 kl. 20:00. Fundarstaður: Fjölnisgata 4b, Akureyri. Fundarsalur Kælismiðjunnar Frosts hf. á Akureyri. Verkefni fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf, sbr. lög félagsins.

Fyrir liggur lítilsháttar breyting á lögum félagsins. Í kaflanum í stjórn félagsins segir:

Í stjórn eru a.m.k. 5 menn, þ.e. formaður/framkvæmdastjóri,

nefndastjóri og Vefstjóri/ritari ásamt tveimur meðstjórnendum, þar af

eru 3 kosnir á aðalfundi félagsins hinir tveir eru skipaðir af stjórn

félagsins. Formaður og nefndarstjóri skulu kosnir til tveggja ára. En

ritari/vefstjóri til eins árs í senn. Stjórnin skipar meðstjórnendur til eins

árs í senn.

Stjórn KKA að þessu ákvæði verði breytt í þetta horf:

Í stjórn eru a.m.k. 5 menn, þ.e. formaður/framkvæmdastjóri,

nefndastjóri og vefstjóri/ritari ásamt a.m.k. tveimur meðstjórnendum, sem allir eru kosnir

á aðalfundi félagsins. Auk þess getur stjórnin bætt við fleiri meðstjórnendum ef allir í stjórn félagsins samþykkja það. Kosinn stjórnarmaður getur hvenær sem er dregið til baka samþykki sitt og víkur þá viðkomandi meðstjórnandi þegar úr stjórninni.

Formaður og nefndastjóri skulu kosnir til tveggja ára.

Aðallega er breytingin til einföldunar.

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548