Flýtilyklar
Fréttasafn
Frágangur á og við púkabraut
Á laugardag og sunnudag verður reynt að ganga frá svæðinu í kringum púkabraut og næsta nágrenni. Við erum búnir að lengja brautina þónokkuð og það vantar bara lokafrágang. Búið er að kaupa haug af girðingarstaurum og grasfræjum. Það er bara um að gera að mæta og hjálpa til og púkarnir hjóla á meðan. Gott væri að taka skóflur og hrífur með enn eithvað er þó til. Við hvetjum fólk endilega til að mæta því mæting hefur verið frekar slök upp á síðkastið og það er bara þannig að - ef engir mæta þá gerist ekki neitt.....
Svæðisnefd.
Gjaldtaka, umgengi, opnun & húsreglur
Stjórn KKA vill koma á framfæri að á svæði félagsins fer fram GJALDTAKA - þar keyrir enginn ókeypis. Einnig eru til sérstakar reglur sem varða umgengi og öryggi á svæðinu, umgengi um félagsheimilið og að lokum eru ákvæði um opnunartíma. Þeir sem hafa í hyggju að nýta sér aðstöðu og svæði félagsins er bent á að smella á tenglana hér fyrir neðan, kynna sér innihald þeirra og virða þær reglur og sem settar hafa verið:
| | | |
Vinnukvöld í kvöld og á morgun
Í kvöld og á morgun verður unnið hörðum höndum á svæðinu við lagfæringu MX brautar ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að hópast upp eftir sem aldrei fyrr og leggja hönd á plóginn.
Svæðisnefnd.
Breytingar í mótanefnd
Enduro svæðið
Sælir félagar,
Nú er vorið komið og menn farnir að hjóla af krafti á svæðinu okkar hjá KKA. Eins og er er cross brautin lokuð vegna lagfæringa.
Þess vegna myndast mjög mikið álag á endurobrautinni.
Til þess að forðast árekstra við hestamenn viljum við ítreka fyrir mönnum að fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu vegna nálægðar við nærliggjandi reiðleið. Okkur er það mjög í mun að eiga gott samstarf við hestamenn þannig að við munum reyna að fremsta megni að stýra umferð okkar inn á efra svæðið og fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu. Við munum merkja hversu langt við teljum að fara megi niður eftir á næstu dögum og biðjum við menn að virða þær merkingar að fullu.
kv Stjórn KKA