Flýtilyklar
Fréttasafn
Kynning á KKA
Gerð hefur verið kynning á félaginu sem send hefur verið ýmsum aðilum og er nú aðgengileg á netinu undir "Um félagið" Kynning á KKA
Myndir frá starfinu hafa fylgt: Myndir frá starfinu
Trygginganefnd / kynning
Í Trygginganefnd MSÍ sitja Þorsteinn Hjaltason og Guðmundur Hannesson. Hún var skipuð síðasta sumar. Nefndin boðaði til fundar allra MX félaga landsins og var hann haldinn á Akureyri 4. ágúst s.l. Fundargerð fundarins: Trygginganefndarfundur . Nefndin vinnur m.a. að því að fá félögin til að samþykkja að allir séu tryggðir líka þeir sem hafa undanþágu til að aka motorhjólum eftir reglugerð nr. 257/2000. Það gengur vel. Nú stendur til að semja um tryggingar fyrir alla á góðu verði. Ennfremur að þeir sem vilja geti keypt ódýran keppnisviðauka í upphafi keppnistímabil. Þetta einfaldar málin og eyðir óvissu sem skapast hefur í þessum málum gagnvart tryggingafélögunum.
ÞHj.
Myndir
KKA vekur athygli á nýjum hlekk.
Sjóvá gefur KKA
Sjóvá hefur gefið KKA sjúkrakassa og slökkvitæki í félagsheimilið. Sjóvá hefur ennfremur
ákveðið að gefa félaginu klukku og láta smíða um hana kassa. Félagið notar tilefnið og lýsir enn eftir
klukkunni sem var í félagsheimilinu hefur nokkur séð hana????
Félagið þakkar kærlega fyrirsig.
Snócross Húsavík.
Tucker Hibbert vinnur X-games
Tucker virðit vera kominn í sitt gamla góða form og segist vera með einn besta sleða sem smíðaður hefur verið handa sér. Enda átti enginn séns í kallinn á X-games um helgina nema þó helst Arctic Cat keyrarinn Ryan Simons sem reyndi að halda í við Tucker.
En Tucker sigraði örugglega og Ryan tryggði Arctic Cat tvöfaldan sigur um helgina.. Svaðalegir keyrar
Snocross Húsavík
Vatnajökulsfrumvarpið (Þjóðgarður)
|
(Tekið af vef motocross.is) Hér er málefni sem varðar okkur alla sem ferðumst um landið á okkar mótorknúnu tækjum, kynnið ykkur málið og leggið því lið. VÍK á aðild að félagsskap sem heitir Samtök útivistarfélaga. Að samtökunum standa vel á annan tug félaga sem á einn
eða annan hátt hafa útivist og útiveru á stefnuskrá sinni. Þann 22. janúar 2007 var haldinn fundur hjá Samút, og var
fundarefnið annars vegar fyrirliggjandi frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð og hins vegar að tilnefna fulltrúa Samút í Samvinnunefnd um
miðhálendi Íslands. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér frumvarp umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð er bent
á að gera það (http://www.althingi.is/altext/133/s/0439.html). |