Flýtilyklar
Fréttasafn
MX brautin á Sauðárkrók
MX brautin okkar er á kafi í snjó, snócrossdeildinni til mikillar gleði. MX brautin á Sauðárkróki er
hins vegar opin og góð, hvetjum við alla til að fara og prófa þessa skemmtilegu braut. Baldvin Þór
fór um daginn ásamt nokkrum félögum. Þeir fengu að nota MX félagsheimilið á staðnum. Ásta
hjá VS hafði samband við mig og vildi hæla þessum félögum fyrir umgengni um húsið. Sagði að þeir hefðu
þrifið allt hátt og lágt og skilað því betur af sér en þeir fengu húsið. Hún sagði að þessir
kappar væru ávalt velkomnir. Frábært að heyra þetta. Þessir menn fá hól
dagsins:
Baldvin, Bjarki, Halldór Gauti, Sigrún og Hafþór fóru á
Sauðárkrók. Auðvitað komu þau sér í blöðin (sjá ofar) og ætluðu að hafa eitt orð um
brautina en það mistókst auðvitað því það er ekki hægt því brautin er fullkomlega sturluð.
Verið er að skipuleggja dag með félagsmönnum KKA og VS og munu menn ætla sér að eiga saman góðan dag í Skagafirði á
næstunni svona þegar óveðrinu slotar.
Skráðir keppendur á Egilsstöðum
Hér er listi yfir skráða keppendur í síðustu umferð Íslandsmótsins í Snocross sem fram fer á Fjarðarheiði ofan
Seyðisfjarðar kl. 14:00 á morgun. Spennan er gríðarleg í stigabaráttunni og því vert að drífa sig á staðinn og verða
vitni af miklum tilþrifum í öllum flokkum.
Ársþing ÍBA var haldið í gærkvöldi
Snocross Egilsstaðir 12 apríl.
Árgjald KKA 2008 o.fl.
Árgjald fyrir árið 2008 er kr. 4.300 og er þá seðilgjald o.fl. til banka innifalið. Mjög bráðlega verður seðillinn sendur út til félagsmanna og biðjum við alla að bregðast skjótt við og greiða. Undanfarin ár hefur gjaldið verið 3.117 en með aukinni þjónustu og mannvirkjum verður félagið að hækka gjaldið aðeins enda sanngjarnt því boðið er upp á meira. Verð árskorta í brautina verða ekki hækkuð. Fyrir félagsmann kostar það kr. 8.000 og kr. 15.000 fyrir utanfélagsmenn. Gildi kortsins er mun meira núna eftir að félagið kom upp lýsingu í brautinni. Snjósleðar hafa verið í brautinni í allan vetur og við munum aka hjólum langt fram á haustið í flóðlýsingu. Bráðlega verður kynnt æfingatafla félagsins og æfingagjöld. Æfingatímar verða ákveðnir í 4-5 flokkum og á áætlun verða 4 enduroferðir á vegum félagsins.
Muna skráningu í Snocross
Skráningu í snocrossið á Egilsstöðum sem fram fer 12 apríl á Fjarðarheiði líkur annað kvöld.
Fjölmennum á þetta síðasta mót vetrarins og sjáum spennandi uppgjör í öllum flokkum.
Start
Íslandsmeistaramótið í SnoCross 5. umferð - Húsavík
Hér er ráslisti fyrir 5. umferð Íslandsmótsins í SnoCross sem fram fer á Húsavík laugardaginn 22.mars.
Tölfræði frá Mývatni
Vefnum bárust tölfræðilegar upplýsingar úr Mývatssveit fyrir samhliðabraut, hillcross og ísspyrnu.
Til að skoða smelltu HÉR.
Snocross á Húsavík
Íslandsmeistaramótið í SnoCross - 4. umferð
Hér er ráslisti fyrir fjórðu umferð
íslandsmótsins í Snocross sem fram fer á Mývatni laugardaginn 8.mars n.k.