Fréttasafn

Myndin sem Axel tók segir meira en 2000 orð, glæsileg...

Backflip Hafþórs.......

Backflip fullkomnað af Hafþóri “crazy” Grant.

 

Hafþór Grant Ágústsson hefur nú framkvæmt það sem einna erfiðast er að framkvæma á mótorcrosshjóli.

Hafþór hóf að undirbúa heljarstökk á mótorcrosshjóli fyrir 4-5 árum og byrjaði að æfa sig á trampólíni á þar til gerðu bmx hjóli semhann hafði útbúið sérstaklega með svömpum og dass af teipi, svo byrjaði hann að hoppa eins og enginn væri morgundagurinn fyrir utan heimili sitt í Fögrusíðu, hann var fljótur að ná lagi á trampólíninu og einfalt heljarstökk nægði honum ekki á bmxinu heldur hefur hann tekið tvöfalt backflip að vitna viðuvist og fór nokkuð létt með það.

Fyrsta skipti sem Hafþór lét vaða á motorcrosshjóli var árið 2008 og olli það talsverðu fjaðrafoki í fjölmiðlum af fólki sem ekki veit um hvað þetta snýst og hefur ekki skilning á þessari íþróttagrein, Hafþór þurfti tvær tilraunir til að negla fullkomna lendingu uppá svæði KKA við glerárhóla.

Svo gerðist það í fyrradag 25 08´09 að íþróttamaðurinn Hafþór ákvað að reyna aftur, það var smellt upp rampi (stökkpalli) og útbúin lending í snarhasti af einum okkar færasta ýtu sérfræðing (Gunni H) og svo var látið vaða , Hafþór tók nokkur æfingarstökk og svo reyndi hann backflip í fimm sinnum en uppstökkið var of hált þannig að hjólið spólaði undan sér afturdekkinu og þær tilraunir mistókust .

Fyrri part dags þann 26.08 ´09 fóru Hafþór og félagar uppá svæði og festu vélsleða belti á rampinn til að fá fullkomið grip á pallinum og það gaf góða raun, síðla dags var karlinn klár í að klára málið,fjöldi ljósmyndara og áhorfenda voru mættir til að berja þetta augum, Hafþór fór hvorki meira né minna en 5 backflip og tók fjöldan allan af flottum freestyle stökkum með í bland eins og hann hefði aldrei gert annað,

Við viljum ítreka að þetta er mjög hættulegt fyrir aðila sem eru ekki vel undirbúnir og hafa ekki góða aðstöðu til æfinga, Hafþór hefur verið á hjóli í mörg ár þó hann sé ungur að árum og hefur mikla reynslu af freestyle stökkum bæði á motorcrosshjóli og vélsleðum.

Við í stjórn KKA akstursíþróttafélag, þurfum ekki að taka það fram að við erum afar stoltir að hafa svona íþróttamenn innan okkar vébanda og ásamt því að eiga fjölmarga unga ökumenn sem landað hafa íslandsmeistaratitlum í ár , við vonum að okkar íþróttamenn haldi áfram að styrkjast og eflast í þessu frábæra starfi sem KKA hefur staðið fyrir í mörg ár.

F,h stjórnar KKA

Stefán Þór Jónsson

Lesa meira
Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September

Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September

Nú nálgast óðum lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro, en þær fara fram á aksturssvæði KKA laugardaginn 5. september. Þetta er jafnframt önnur Enduro keppnin sem félagið stendur fyrir á þessu ári. Stjórn KKA þakkar það traust sem félaginu er sýnt með því að standa fyrir 2/3 af þeim Enduro keppnum sem fram fara til Íslandsmeistara á árinu. Áhugi á þolakstri er mikill á Akureyri og metnaðurinn til að halda góða keppni ekki minni, verður þetta mót eflaust minnistætt mörgum þar sem landsvæði félagsins hentar einstaklega vel fyrir keppni af þessu tagi. Brautarlagningu er svo gott sem lokið en mikil vinna er eftir við merkingar.

Í stuttu máli er lagningu brautar þannig háttað að Baldurs deild, konur og 85cc flokkur aka hring sem ætti að vera tiltölulega auðveldur skemmti akstur. Öðru gildir um A flokk og tvímenning, þar verður allt að 40% leiðarinnar lögð í nýju landi - frekar tæknilegur hringur sem reynir á útsjónarsemi keppenda.

Við ráðleggjum öllum keppendum að ganga brautina fyrir keppnisdag og kynna sér leiðir.

Sjáumst hress á Akureyri helgina 5-6 .sept - með góða skapið og jákvæða hugarfarið í farteskinu.

Mótanefnd KKA
Lesa meira
Jói kef með sandnámskeið.

Jói kef með sandnámskeið.

Næstkomandi mánudag er Jói með fyrirhugað sandnámskeið,væntanlega í brautinni á Ólafsfirði og svo á þriðjudag verður hann með tækninámskeið í brautinni hjá KKA, bæði námskeiðin hefjast kl:17 og standa fram í myrkur. Verðið er 5000 fyrir hvern dag en 8000 ef teknir eru báðir dagarnir, endilega skrifið athugasemd við fréttina ef þið eruð áhugasamir um þetta hörkunámskeið, Jói Njarrr og Kef.....
Lesa meira

Frábær árangur KKA manna

Árangur keppnismanna KKA var frábær í ár.    Bjarki Sigurðsson varð íslandsmeistari í unglingaflokki.    Þetta er reyndar annar íslandsmeistaratitill Bjarka á árinu því hann varð íslandsmeistari í snócrossinu líka.    Ásdís Elva Kjartansdóttir stóð sig líka gríðarlega vel því hún varð íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna.     Hrafnkell Sigtryggsson sem við eigum núna orðið með húð og hári eftir að hann kom norður og starfrækir SportHótelið í Hlíðarfjallsrótum,  hann varð í 2. sæti í flokki eldgamalla B ökumanna í enduro.     Einar Sigurðsson sem er töluvert yngri en Keli og bróðir Bjarka varð í 5. sæti í sínum flokki.   Hjónin Unnar og Helga Hlín stóðu sig líka vel.     En skoðið bara sjálf ...  hér eru úrslitin,   ef ég er að gleyma einhverjum KKA manni þá sendið mér póst um það:

85 kvenna

1. Ásdís Elva Kjartansdóttir #523 íslandsmeistari

mx kvenna

11. Helga Hlín Hákonardóttir #820

85 flokkur

5.Einar Sigurðsson #671

18.Páll Hólm Sigurðsson #792

Unglingaflokkur

1. Bjarki Sigurðsson #670 Íslandsmeistari

8. Steingrímur Örn Kristjánsson #689

14. Hafþór Ágústsson #430

23.Arnór Þorri Þorsteinsson #723

mx-2

13. Kristófer Finnsson #690

B+40

2.Hrafnkell Sigtyggsson #50

B flokkur

11. Unnar Sveinn Helgason #880

17. Hrafnkell Sigtryggsson #50

32. Sigurður Bjarnasson #703

33. Sigurgeir Lúðvíksson #103

Lesa meira

Sigurður Baldursson

Siggi lenti í slysi á hálendinu og var fluttur malandi suður til Reykjavíkur með þyrlu.      Siggi er einstakur það stoppar hann ekkert,   hann fær hugmyndir og það sem meira er hann kemur þeim í framkvæmd.    Þetta á nú ekki að vera minningargrein þó það hefði hæglega getað verið svo oft.     Karlinn á ótrúlegan feril að baki og langan framundan.    Vefurinn óskar Sigga alls hins besta sést hefur til Sigga sprangandi um svo hann lætur það ekki stoppa sig þú hliðin hafi farið úr.     Fyrir löngu síðan þá áskotnaðist vefnum myndir af Sigga að fara yfir á.    Sagan var sú að Siggi og Hóla-Palli voru á fjöllum eins og svo oft áður.    Þeir komu að á og ætlaði HP að fara yfir en SB sagði honum nú að hafa sig hægan hann skyldi sína Palla sínum hvernig ætti að fara að þessu.   Hóla Palli var hinn rólegasti og sat á sínu tæki á bakanum og tók upp kennsluefnið:   Hvernig á að fara yfir ár á hálendinu 101,  eftir Sigurð Baldurrsson.    Sá hængur var á að við lofuðum að birta ekki myndirnar en það er löngu kominn tími til að svíkja það loforð (höfum sjálfsagt þegar gert það fyrir löngu bara búnir að gleyma því,  enda sýnist mér á myndunum að þær hafi verið birtar áður annars staðar en góð vísa er aldrei of oft kveðin).    sjá hér eru myndirnar

Lesa meira
LEX Games - Jaðar og Motorsporthátíð - Lítil Eftirlíking af X-games.

LEX Games - Jaðar og Motorsporthátíð - Lítil Eftirlíking af X-games.

29. Águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og Motorsportum á íslandi. Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Þéttpökkuð dagskrá, X-ið sér um lifandi tónlist.Þarna verða syningar og keppnir í sportum eins og Motorhjólum, Motocross, freestyle, Trial Fjórhjólum, Fjórhjólacross, Drullupyttur, Reiðhjólum Downhill, Dirt Jump, BMX einnig verða Flugvélar, Rally, Rallycross, Torfæra og margt fleira.  Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss. Meira
Lesa meira
Myndir frá KKA deginum

Myndir frá KKA deginum

KKA dagurinn tókst vel, margir lögðu leið sína upp á svæði ýmist til að hjóla eða horfa á. Það var ljóst strax um morguninn að barnabrautin væri eitt drullusvað og var því brugðið á það ráð að græja nýja 50/85cc braut hjá pittinum. Nýja brautin mæltist vel fyrir og var hart barist hjá yngri kynslóðinni í báðum flokkum. Á pallinum var síðan grillveisla í boði félagsins og krökkunum veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Enduro æfingunni var síðan slegið saman við MX æfinguna þar sem crossbrautin var nánast ófær :) Var það mikil skemmtun og mörg eftirminnanleg tilþrif litu dagsins ljós. Nokkrar myndir komnar í albúmið, til að skoða smelltu hér.
Lesa meira

næsta æfing!

Ég minni á næstu æfingu sem verður á þriðjudaginn 4.ágúst, en ekki mánudaginn 3 .ágúst, þessar breytingar eru útaf KKA deginum sem er á mánudaginn. 

Svo að sjáumst hress 4.ágúst kl 8!             Bjarki#670
Lesa meira
Nítró hættir með Husaberg

Nítró hættir með Husaberg

KTM Austurríki hefur ákveðið að sameina sölu Husaberg og KTM hér á landi í eitt umboð og mun KTM Ísland framvegis sjá um sölu á Husaberg hérlendis. Nítró mun að sjálfsögðu halda áfram sölu á slithlutum og aukahlutum  fyrir Husaberg eins og öll önnur merki. Og þar að auki munum við halda áfram sérpöntunum og sölu á orginal Husaberg varahlutum til áramóta. [Tekið af nitro.is]
Lesa meira
Frábær púkaferð í Skuggabjargaskóg í gær

Frábær púkaferð í Skuggabjargaskóg í gær

Það var glatt á hjalla í Enduro-púkaferð KKA sem farin var í Skuggabjargaskóg í gærkvöldi. Tekið var af við Draflastaði en þar höfðum við fengið góðfúslegt leyfi til að aka um slóðana í skóginum. Veður var gott fyrir austan, logn og þurrt á meðan ferðinni stóð. Eknir voru tveir hringir í skóginum og síðan voru grillaðar pylsur og gos eins og hver gat í sig látið áður en haldið var heim. Myndir komnar í albúmið, til að skoða smelltu hér.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548