Fréttasafn

Vetrarfrágangur á endurosvæði 29. sept.

Vetrarfrágangur á endurosvæði 29. sept.

Þriðjudaginn 29. sept verður vinnukvöld á endurosvæði félagsins. Um er að ræða vetrarfrágang þar sem við fjarlægjum m.a. allar merkingar, hæla og hugsanlegt rusl af svæðinu fyrir veturinn. Við ætlum að hefjast handa kl 19:00 og áætlum að verða búin um 21:00. Allir þeir fjölmörgu sem hafa nýtt sér þetta stórkostlega svæði okkar til æfinga í sumar eru hvattir til að mæta og leggja hönd á plóginn. Sérstaklega væri vel þegið ef einhver hefði aðgang að 6hjóli + kerru, það flýtir mikið fyrir að hafa þannig tæki.
Lesa meira
Nítró dagur laugardaginn 26.sept. á KKA svæði

Nítró dagur laugardaginn 26.sept. á KKA svæði

Laugardaginn 26.sept. heldur Nítró hjóladag uppá svæði KKA.  Þar verður sýning á hjólum, prufuakstur o.fl.  Og síðast en ekki síst, bara að koma saman og hjóla sem flest í góðri braut.

Gróf dagskrá:
Kl: 14:00 til 16:00 allt að gerast.  Sýning á hjólum, prufuakstur á Kawasaki KXF 250 2009. og allir að hjóla í frábærri braut.
16:00 Veitingar í boði Nítró í samkomuhúsi KKA.
16:15 Dregið í Nítró happdrætti. Allir sem mæta verða með í pottinum.
16:30 -18:00 Hjóla meira og meira. 66 og 67 árgangar af félagsmönnum KKA sýna vippur.
Búið um kl: 18:00

Allir velkomnir,  og viljum við biðja liðsmenn Team Green North sérstaklega að mæta.

Kveðja, Starfsmenn Nítró Akureyri.
Lesa meira
bolada í ágúst

Hjóla!

jæja lýst engum á það að hittast margir og fara hjóla, taka eitt "kvöld" og hittast uppí braut og hafa smá gaman?  endilega commentið um ykkar skoðun;)
Kv bjarki#670
Lesa meira
Feðgasvipur

Feðgarnir Finnur og Kristófer

....   það er töluverður feðgasvipur
Lesa meira
Jói Kef með námskeið til styrktar strákunum okkar.

Jói Kef með námskeið til styrktar strákunum okkar.

Jói Kef verður með námskeið til styrktar Íslensku Des Nations förunum næstkomandi laugardag á milli kl. 16:00 og 19:00 í MX braut KKA. Þátttökugjald er kr. 3.000,- skráning og greiðsla á staðnum. Allir hvattir til að drífa sig uppeftir og fá góð ráð hjá honum.
Lesa meira

Endúró síðustu umferðirnar í sumar

Um helgina síðustu voru 5. og 6. umferð íslandsmótsins í Endúró haldnar á Akureyri.   Vitanlega var um þessa helgi blíðskaparveður á Akureyri en það er aldrei öðruvísi veður á Akureyri eins og allir vita sem aldrei hafa komið til Akureyrar en bara rætt við Akureyringa í síma um veðrið.

Karlar og konur skemmtu sér stórfenglega í gleymanlegri braut, í það minnsta virtist sumum brautarstarfsmönnum minni sumra keppanda með afbrigðum brigðult eftir að hafa mokað sömu mennina upp úr sömu pyttunum í hverjum einasta hring.  

Úrslitin eru vitanlega á MSI síðunni en okkar menn stóðu sig vel eins og ævinlega.    Bjarki #670 hefur hreiðrað um sig í vænu safni íslandsmeistaratitla fyrir árið 2009 (3 stk) en hann bætti enn einum við um helgina.   Hann ásamt Ágústi #299 urðu íslandsmeistarar í tvímenningi.    Í öðru sæti í sama flokki urðu Jói "startsveif" Hansen og Siggi (N1) Bjarna.   Kristófer FinnsBónda vann svo E1 flokkinn á nöðrunni hans pabba síns.   Strákurinn loksins farinn að sjá að ljósavélar á hjólum eru ekki alveg að ganga upp í alvöru-endúrói.   (eða hann þarf kannski orðið sjálfur að kosta viðhaldið á fjórgengis-tuggunni,  hvorutveggja gæti átt við,  bílvélar + mótorhjól + alvöru enduro = reykur, vélarbrot og heilmikil bráðnun).    Í B flokki endaði svo Hafþór Grant í 2. sæti.  

Lesa meira

Skoðun bifhjóla

Breyting varð á reglugerð um skoðun ökutækja með tilkomu nýrrar reglugerðar í janúar sl. Samkvæmt reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja er nú skylt að færa bifhjól til skoðunar fyrir þann 1. ágúst á skoðunarári, óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki. Hafi skoðun ekki verið lokið fyrir þann 1. október er lagt á vanrækslugjald á eiganda bifhjóls.

Ýmsar aðrar breytingar áttu sér stað með nýju skoðunarreglugerðinni, s.s. varð skylt að skoða hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi, skoðanatíðni ýmissa ökutækjaflokka breyttist og margt fleira. Áhugasamir geta kynnt sér samantekt þessara breytinganna hér: http://www.us.is/id/1000329

Lesa meira
#689, lítur bara nokkuð auðveldlega út....

Annar backflippari

Steingrímur Örn#689 frá mývatnssveit var maður númer 2 til að lenda backflip á íslandi, og gerði hann það 27.ágúst síðastliðin. Þetta hófst hjá honum eftir 5 eða 6 tilraunir og leit þetta út eins og hann hafi aldrei gert neitt áður, Steingrímur er ekki búinn að æfa þetta jafn mikið og Hafþór, þ.e.a.s á trampólíni og tramp-bike en hann er mikið að gera þetta trikk á skíðum og gerir fátt annað á veturna. Nú er bara næsta skref að koma upp aðstöðu fyrir þessar æfingar svo þessir menn skari framúr í þessari grein (free-style motocross)!

Til hamingju með þetta afrek Steingrímur       
                                                         
Lesa meira

Flaggarar og starfsfólk

Þeir sem eru til í að vinna sem flaggarar við enduró keppnina hjá okkur á laugardaginn (5 sept) endilega skráið nafnið ykkar

hér í athugasemd (comment) svo að við sjáum fjöldann.

 kv Nefndin

Lesa meira

5-6 umferð í Enduró vinnukvöld

Jæja nú er komið að síðustu umferð í Enduró þetta árið hjá MSÍ, félagar í móta og svæðisnefnd KKA eru búnir að móta brautirnar. Baldurdeildin keyrir í þetta sinn skemmtilega braut sem flæðir vel og engar stórar hindranir i henni (sem sé fá ekki að fara í mýrina).

A flokkur keyrir hins vegar meira krefjandi braut sem flæðir samt mjög, vel stóra brekkan verður hvíld núna en ekki mýrin allir í A flokk þurfa yfir hana.

En nú verða vinnukvöld þriðjudags, fimmtudags og föstudagskvöld við að hæla og borða brautina. Allir sem geta lagt til vinnu mætið á milli 7 til 9 þessi kvöld og vinnum á þessum, verkefnum.

nefndin

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548